Ófeigur - 15.07.1947, Side 13

Ófeigur - 15.07.1947, Side 13
ÖFEIGUR 13 mundi ekki lánast, í aðsteðjandi fátækt og gegn þögul- um andblæstri gamalla nemenda. En málinu var ekki sinnt, og tækifærið gekk úr greipum rektors. Mun nú svo komið, að ekki þýðir annað en að taka mál skólans upp að nýju á þjóðlegum grundvelli. Skólinn hefur verið vanræktur, en úr því má bæta. Alþingi þarf að leggja fram fé til að kaupa hús og lóðir að Þingholtsstræti. Á þessu landi þarf að reisa íbúðir fyrir rektor og fleiri kennara, íþróttahús, vinnustofur, lesstofur og heima- vistir fyrir aðkomunemendur. En hitt má aldrei við- gangast, að sögufrægasta hús í bænum verði rifið af léttúð einhvers ráðherra eða þjónustu við óvini lands og þjóðar. Færi illa á því að eyðileggja myndarlegasta skólahús í bænum, þar sem um langa stund má hafa bóklega kennslu fyrir 300 nemendur. XII. Rektorar menntaskólanna eru þjóðkunnir og þjóð- nýtir menn, en mjög ólíkir um skapgerð og starfshætti. Öll skólamennska Sigurðar er einstefnuakstur. „Ung var ég Njáli gefin“, sagði Bergþóra. Sigurður hefur snemma tekið að sér skólann á Akureyri og vígt hon- nm alla orku sína. Skólinn er honum allt. I landsmálum er Sigurður á móti kommúnistum, en styður borgara- flokkana til skiptis, eftir viðhorfi þeirra til .skólans í hvert sinn. Hann er með öllu, sem hann telur, að auki veg skólans og héraðsins. Ef Itali sá, sem flutti Móna Lísu úr safninu í París, hefði hengt málverkið upp í kórnum í Möðruvallakirkju í Hörgárdal, mundi Sigurði hafa þótt leitt, ef svo ágætur gripur hefði flutzt aftur úr nálægð skólans. Með þessum einhug hefur Sigurður skólameistari grundvallað skóla með sterkum menn- ingar- og erfðavenjum. Pálmi Hannesson tilheyrir ann- ari kynslóð. Hann á í stríði við margháttaðar gáfur og sundurleitar stefnur. Hann er mikill sveitamaður, hesta- maður, ferðamaður, vísindamaður, ræðumaður, rithöf- undur og kann vel að vera með þeim mönnum, sem eru tignir í eðli og framkomu. En hann kynntist „vorúðan- um“ rússneska á námsárum sínum í Danmörku og hefir ör eftir í sál sinni frá þeirn tíma líkt og maður, sem hefur yfirunnið berklasýki í bernsku, en ber þó þess merki í heilsufari alla æfi. Pálmi er með vissum hætti hættulega ríkur erfingi, sem er í erfiðleikum að ávaxta s

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.