Ófeigur - 15.07.1947, Blaðsíða 54

Ófeigur - 15.07.1947, Blaðsíða 54
ÓFEIGUR 54 sjóðinn til búnaðarframkvæmda í samböndum hérað- anna. Voru samböndin nálega peningalaus með miklar þarfir, í sambandi við kaup mikilvirkra véla. Þegar þessi ráðstöfun var gerð, í fyrra vor, voru samböndin mjög aðþrengd. Samsýslungar mínir í Þingeyjarsýslu höfðu ákveðið að taka lán handa búnaðarsambandi sýslunnar, en höfðu ekki veð, enda óvíst að nokkur vildi lána. Þá kom vonin um peninga þá, sem ég átti þátt í að útvega. Þeir urðu nú eina bjargræðið. Sátu forráðamenn sam- bandanna með fýlusvip, uppgerðum þó, en lyftu um leið annari augnabrún að hársrótum, eins og Egill, þegar hann þráði mest góðmálminn. Meðan þessu fór fram höfðu gistivinirnir dólgslegt orðbragð um þá, sem höfðu leyst bændur undan fjármálaeftirliti og bjargað búnaðarsamböndunum frá Canossagöngu til lánsstofn- ana. Á þingi í vetur komu gistivinir enn með kröfu neðri deild, um að taka féð af samböndunum og fá það í hendur B. í., sem tók 8 milljónir, án heimildar, frá bændum haustið 1944. Deildin felldi frumvarpið. Þá fór Hermann á stúfana í efri deild, og vildi nú helminga sjóðinn. Skyldu búnaðarsamböndin halda hálfum skatt- inum en hitt ganga til gjafaranna frá stjórnarmyndun Ólafs Thors 1944. Málið komst gegnum efri deild. En þegar til neðri deildar kom, voru gistivinirnir svo dasaðir, að þeir svæfðu frumvarpið. Nú hafa forkólfar Búnaðar- félagsins nýverið látið sína menn á fundi á Akureyri samþykkja helmingaskiptin. Er þessi sókn gistivina lítt frækileg. Fyrst svívirðingin með 10 kr. ferðastyrk. Næst þjónustulundin að una vel hag bænda undir eftirliti hæjaflokkanna. Þá rosti og stóryrði við okkur, sem slit- um fjöturinn af bændum, og komum fénu kvaðalaust í þeirra hendur. Eftir nokkra mánuði er allur rosti búinn og gistivinirnir mæta mér á miðri leið og þakka nú fyrir, að samböndin fái helminginn. Héðan af verður erfitt að ásaka okkur, sem komum með gilda sjóði, þegar mest lá á. Ættu bændur nú að stöðva tíu króna hetjurnar, taka glaðir við peningunum, sem þeir eiga, og þurfa að brúka, og helzt af öllu að fá staðfastari og fram- sýnni menn til forystu um mál sveitanna, heldur en það snúningalipra fólk, sem hefur víxlast eins og sljótt tó- baksjárn, með tíu króna velgerninga við elztu og stærstu stétt landsins. / # * #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.