Ófeigur - 15.08.1951, Side 1
8. árg. Reykjavík, 1951 5.—8. tbl.
íslenzk stjórnmál.
Ríkisstjórnin ferðast, eins og embættismaður í höf-
uðstaðnum, sem hafði lært nokkuð að stýra bifreið en
skorti þó leikni hins æfða bílstjóra. Leið hans á náms-
ferð lá niður hallalitla heiði. Kennarinn vildi, að nem-
andinn hemlaði með einhverju móti niður brekkuna,
en nemandinn kunni ekki þá list fremur en Sveinn
dúfa að axla. Bíllinn rann hraðara og hraðara, en fór
þó ekki úr hjólförunum og komust kennari og nem-
andi með kraftaverki lifandi niður á jafnsléttu. Hinn
virðulega nemandi sat brosandi við stýrið, en lét dauð-
an hlut ráða ferðinni og varð hvorki var við hætt-
una eða rödd kennarans, sem ómaðí harkalega í eyr-
um hans: „Hemlaður maður!“ *
Sexmenningarnir hafa skipt með sér verkum að veiða
lax í Borgarfirði og upp á heiðum, eða vera lang-
dvölum ytra án sýnilegra tilefna. Stjórnarskútan hef-
ur runnið hljóðlega eins og bifreið, sem kemst ekki
úr hjólförunum, niður bratta. Þegar þarf að fella
krónuna, er það gert. Þegar þarf að hækka kaup eða
vörur, er það líka gert. Dýrtíðin ekur hart upp brekk-
una, en mannfélagið veltur undan hallanum. Benjamín
segir, að úr óvæntum uppsprettum muni hingað koma
250 milljónir kr., til að jafna hallann á þjóðarbúinu
í ár. Að svo komnu er látið við það sitja.
*
Þegar Islandi var boðin þátttaka í Marshall-aðstoð-
inni, vildi Stefán Jóhann, sem góður krati, taka á móti
hverri steiktri gæs, sem var fús til að fljúga á borðið
til hans ríkisstjórnar. Jóhann í Eyjum sagði með þjóð-
sagnahetjunni: „Sjaldan hef ég kjötinu kastað eða flot-