Ófeigur - 15.08.1951, Blaðsíða 6
6
ÓFEIGUR
kýr í f jósi. Svo mikið er enn til að ónotuðu landi, að
á þessari einu hálflendu mætti bæta við öðrum 40 kúm
á nýræktaða móa og þrefalt meira á mýrlendið sem
tilheyrir hálflendunni á þessari jörð. ÞaraðaukiáHvann-
berg eftir að nota jarðhitann, nema að því leyti, sem
orkan kemur að góðu gagni til heimilisþarfa. Aðra
merkilega ræktun stunda Hvannbergshjónin í Útey.
Hafa þau komið upp trjágarði við bæ sinn. Húsið er
einlyft og skiptast á kringum það grasblettir og skjól-
belti, mest birki og reynir. Er sú heimilisprýði mjög
til fyrirmyndar. Beita þau hjónin þar þeirri einu tækni,
sem gagn er að við skógrækt kringum bæi: Að hafa
grasvelli næst húsunum, en skjóllínurnar þéttar, svo
að eitt tréð hlífi öðru, meðan verið er að komast yfir
háskaaldur trjátegunda í köldu landi. Síðar má grysja,
ef henta þykir, en á berangri má aldrei gleyma, að skjól-
ið er trjáplöntunum fyrir öllu>
#
Pétur Guðmundsson og frú hans, Ragna Sigurðar-
dóttir, búnaðarmálastjóra, hafa nú alflutt úr Reykja-
vík að Þórustöðum í Ölfusi. Er af þeirri jörð nokkur
saga. Búnaðarbankinn reisti þar fyrir mörgum árum
snotran fyrirmyndarbæ og samsvarandi peningshús.
Það gerðist á hinum magra tíma fyrir síðara stríðið.
Þá voru amerísku skurðgröfurnar og ýturnar ekki
komnar til landsins, og menn höfðu ekki afl og fé til
að þurrka og rækta mýrlendið. Leit út fyrir, að jörðin
væri orðin yfirbyggð og var húsgerðin þó varlega fram-
kvæmd. Lenti jörðin um stund í eignaskiptum og var
þar lítill búskapur. Pétur var sveitamaður að uppruna
og farinn að hugsa gott til víðáttumikilli ræktar-
landa. Þá keypti hann Þórustaði og ákvað að gera
þar miklar umbætur. Lét hann fyrst skurðgröfur þurrka
feikna mikið af hinum frjóu, grjótlausu mýrarlöndum
sem halla frá Ingólfsfjalli niður að Ölfusá. Síðan
komu ýturnar, sáning, uppskera og myndarlegar húsa-
bætur, þar á meðal baðstofa í þjóðlegum stíl. Ef litið
er á aðstæður þessara þriggja Reykvíkinga, Skúla,
Hvannbergs og Péturs, þá glímir einn með góðum ár-
angri við sandana, annar við móa, og hinn þriðji við
úrvals mýrar, og verður ekki annað sagt, en að öllum
virðist þeim hafa farnazt prýðiega. ísland er breyti-