Ófeigur - 15.08.1951, Side 14
14
ÖFEIGUR
menntun þeirra borgaraforkólfa, sem hafa látið kom-
múnista leika bæði með menn og málefni íslendinga.
Nú er heppilegur tími til að gera sér ljóst, hvert
muni vera hið sanna hlutverk Benjamíns með þjóðinni.
Kenning kommúnista um, að hann sé eftirlitsmaður
lánadrottna landsins er vel frambærileg. Eftir því sem
slíkar skuldir aukast og sú þróun er mjög ör í ár, kem-
ur að því, að hér verður einhver eftirlitsmaður. Viðreisn
landsins getur á vissan hátt verið undir því komin
að ala þjóðina upp til að vera sjálfbjarga. Mér sýnist
ekkert lakara, að Benjamín eða einhver annar röskur
Islendingur gegni þessu starfi, meðan þess er þörf frem-
ur en útlendur maður. Hinn mikli kunningskapur
Benjamíns við íslenzka og erlenda bolsivika er kostur
á eftirlitsmanni því að frá fimmtu herdeildinni munu
framvegis, eins og hingað til, stafa flestar úrfelliblik-
urnar. I fyrra stríðinu var hér enskur maður Mr. Cable,
• mjög laginn og áhrifamikill maður í eftirliti stórveldis
með smáþjóð. Önnur skýring er til nefnilega að Benjamín
sé yfirnáttúrleg persóna með æðri sjónarhring. Móti
því mælir hið fyrsta spádómsorð hans um áhrifaleysi
gengisfellingarinnar á lífskjör almennings. Þar sem sú
kenning reyndist alröng, verður erfitt að halda Benja-
mín á Delfi-línunni. Þá er eftir þriðja og líklegasta
skýringin, að Benjamín sé ekki framfærslufulltrúi
Bandaríkjanna hér á landi. Hann sé ekki heldur yfir-
náttúrleg manneskja. Hann sé efnilegur ungur mað-
ur, sem hefir fallið fyrir fimmtuherdeildinni en rétt
sig við líkt og Valtýr Stefánsson og fleiri góðir borg-
arar. Að íslenzka stjórnin ætli sér hinsvegar um stund
að umgangast Benjamín líkt og Aðalbjörg Kristnamurta
og hafa af honum trúarlegan stuðning bæði hér heima
og í Ameríku. Ýmislegt sem stjórnin þarf með, svo
sem gengisfellingu, þegar átta ára stórfjandskapur
tveggja liðsodda endaði í stórvináttu og bræðralagi
sömu forkólfa gerir óhjákvæmilegt gagnvart „almúgan-
um“ að fá á slíku athæfi vísindalegan helgiblæ. Ef
Benjamín getur aðstoðað hið íslenzka mannfélag til að
trúa á gengisfall, bátagjaldeyri, nýjar kauphækkanir
og nýjar krónulækkanir samhliða því að Bandaríkin
veita íslenzka mannfélaginu rausnarlegan harðæris-