Ófeigur - 15.08.1951, Qupperneq 12
12
ÖFEIGUR
hagshiálum. Ef Island var orðið algerlega ósjálfstætt
fjárhagslega hlaut lánardrottinn, eftir alheimsvenjum,
þar á meðal í sambandi við veittan sveitarstyrk á Is-
landi, að hafa eftirlitsmann hér á landi. Hinar hátíðlegu
viðtökur eins af kunnustu ráðherrunum útilokuðu ékki
skýringu kommúnista, ef landið var orðið algerlega ó-
sjálfstætt í fjármálum. Ménn sem umgengust ríkis-
stjórnina og hennar helsta stuðningslið veittu því eftir-
tekt, að á þeim vígstöðum var í sambandi við hina
margháttuðu erfiðleika alltaf eitt svar á reiðum hönd-
um: „Benjamín segir þetta“. I þessum síendurteknu
traustsyfirlýsingum kom fram barnslegt trúnaðartraust
sem er nokkuð óvanalegt í fari Islendinga þar á meðal
í tali hinna æfðu stjórnmálamanna. Eitt fordæmi var
þó alkunnugt úr innlendri trúarsögu: Tilbeiðsla Aðal-
bjargar á Kristnamurta spámanni, meðan hann sætti
sig við að vera guðleg persóna eða að minnsta kosti
voldugur alheimsfræðari. Menn sem komu til Ommen,
méðan Kristnamurti stóð á hátindi frægðar sinnar, segja
að hið tilbeiðslufulla augnaráð frúarinnar hafi nú í
vor og sumar endurspeglast í ásjónu Hermanns Jónas-
sonar og stallbræður hans er þeir endurtaka töfraorð-
in: „Benjamín segir þetta“.
Svo að haldið sé iíkingunni með Kristnamurta þá
var hann ungur vel menntaður maður. Úrræðamikil
fósturmóðir hafði ákveðið, að hann skyldi teljast yfir-
náttúrleg persóna og hagaði uppeldi hans eftir því..
Ekki hafði hún lagt áherslu á að hann hefði doktors-
nafnbót. Hinsvegar var allur undirbúningur Benjamíns
prýðilegur fyrir mann, sem á að leika sérstakt tilrauna-
hlutverk hér á landi. Það er að vissu leyti í því efni
ávinningur fyrir Benjamín að hafa verið bolsiviki og
þar í góðum trúnaði, alveg eins og Páll postuli hafði
hinn mesta stuðning í þeirri gyðinglegu menntun, sem
hann að vísu afneitaði síðar, þegar hann vann að stofn-
setningu kristindómsins. Þegar Kristnamurti hafði séð
Aðalbjörgu nógu oft í tilbeiðsluástandi í Ommen, með
allar lífsskoðanir Islendinga í sálarhirzlu sinni, ofbauð
honum honum sú þjáning, sem fóstra hans vildi á hann
leggja með því að gera hann að tilbeiðslufyrirtæki, að
hann afréð þá að kasta frá sér heilagleikanum og neita