Ófeigur - 15.08.1951, Page 3
ÖFEIGUR
3
um trúnað í Alþýðuflokknum, þegar einn af samherjum
hans greiddi Jóni atkvæði sem bankastjóra í Landsbank-
anum, enda var staðið við sektardóminn og útlegðina fyr-
ir framið brot. En þegar Stefán og samstarfsmenn hans
pöntuðu „yfir-nýsköpunartogarana 10“ hugðu kratar í
fyrstu, að þeir gætu slegið Marshall hinn vestræna um
fé til að borga skipin, en hann var ekki til viðtals um
þá nýsköpun. Stóðu kratar nú uppi auralausir með sína
nýsköpun þar sem Ólafur og Brynjólfur höfðu handa
milli 600 miljónir þegar þeir byrjuðu sína vegferð. Kom
þar að lokum að kratar sáu engan útveg annan en
biðja hinn fordæmda og afneitaða bankastjóra Jón
Árnason og nota sín sambönd og persónuleg áhrif
til að fleyta togurum „fyrstu stjórnar Alþýðuflokksins“
af skerinu. Hefur Jón Árnason hvað eftir annað orðið
að fara í fjárútvegur fyrir þenna undarlega tilkomna
flota. Eysteinn hefir haft sömu skoðun og Stefán Jó-
hann á Jóni Árnasyni og þessvegna róið í kyrþey að
því að fella þennan bankastjóra úr öllum trúnaði Fram-
sóknarflokksins. En þegar kom að vesturförinni vissi
Eysteinn sig lítt færan til úrræða, ókunnan öllum mál-
um og mönnum nema þeim undirforingja, sem fullyrti
við ráðherran fáum dögum áður en bolsivikar gerðu
atlögu að þinghúsinu 30. marz 1949, að enginn þörf
væri á vörnum á íslandi, fyrr en til styrjaldar drægi
því að forráðamenn vesturveldanna vissu ætíð með
nokkurra vikna fyrirvara hvenær innrásarstríð úr aust-
urátt væri að hef jast. Eysteinn trúði þessu og leit ekki
með athygli á spjöld sögunnar svo sem reynslu Vest-
manna um heimsókn Japana í Perluhöfn og fleiri hlið-
stæð dæmi. Eysteinn treysti nú hvorki á sjálfan sig
eða hinn forna góðkunningja sem kenndi honum hern-
aðarfræðin 1949. Var þess vegna nauðsyn, að með hon-
um færi maður vestur, sem hafði þekking og yfirlit
um peningamál landsins. Eysteinn hafði að vísu vitn-
eskju um, að eins og nú stóð væri, ef til vill ekki öllu
erfiðara að fá smálán fyrir landbúnaðinn vestanhafs
heldur að skjóta æðarkollu í varpi að vordegi. Trún-
aðarmenn Marshallstofnunarinnar höfðu vakið máls á
því við íslenzka aðila, að þeim þætti furðulegt, hve
lítið væri sótt á um framlög til ræktunar hér á landi,
en allri orku beitt við f járöflun til útvegsins, einkum þó
í síldina. Gáfu þeir í skyn, að talandi væri um lán í