Ófeigur - 15.08.1951, Side 33

Ófeigur - 15.08.1951, Side 33
ÖFEIGUR 33 um í Árbæjarmálinu, þá flýtti hann sér ekki að fram- kvæma féránsdóminn og ekki heldur að tyfta Gunnar fyrir mjög ógætileg orð um undirmenn ráðherra, sem herjuðu á skip Gunnars í landhelginni. Enn fremur líta sannir Mblmenn í Eyjum svo á, að þegar Jóhann þriðji jarl í Eyjum fékk pappíra sína í tunnu en ekki með póstinum, þá hefði að vísu mátt segja að aðferð- in væri óvenjuleg. En réttvísin leit svo á að tunna værí að mörgu leyti öruggari skjalageymsla heldur en póst- pokar. Vitnuðu þeir í það fordæmi, að Matthías Joch- umson fékk sínar fyrstu bókmenntasendingar í belgj- um að Skógum við Þorskafjörð, beinlínis til að forða bókunum frá að blotna í meðförum póstanna. Svo fjærri fór því að nokkurs kala eða tortryggni gætti gagnvart Jóhanni jarli út af þessum umbúðum að hann var, undir eins og vitneskja fékkst um þessa tækni, gerður að fjármálaráðherra og gætti þess starfs með heiðri og sóma í fyrstu stjórn Alþýðuflokksins. Þessar og þvílíkar röksemdir bera greindir íhaldsmenn í Eyj- um fram til skýringar á aðstöðu dómsmálaráðherra. Þætti þeim raunar bezt við eiga að Helgi Benediktsson tæki við fjármálastjórninni þegar Eysteini endast ekki lengur sínir ráðherradagar. Enn er ein ástæða bor- in fram í Eyjum til sönnunar þvi að Eysteinn standi að hemaði stórdómarans og það er fjármálahliðin. Allur hernaður er dýr og það er vitað, að dómsmála- ráðherra hefir ekki undir sínum höndum þá sjóði sem með þarf tii að standast útgjöldin við þann liðsafla, sem stöðugt er beitt við innrásir til Vestmannaeyja. Láta Vestmanneyingar skammt milli stórra högga gagnvart Eysteini um hin kostnaðarsama ófrið hans. Vilja þeir að jarldæmi þeirra sé ekki haldið eins og ný Norðurkórea heldur að blóm friðarins megi jafnan dafna þar. Segja Eyjarmenn að þeir hafi jafnan verið góðir jarlsmenn. Þeir segjast hafa beðið fyrir Gunnari þegar hann beið ósigur hér á jörðinni út af Árbæjar- málinu. Þeir segjast hafa kosið Jóhann þingfulltrúa og ráðherra eftir að féndur hans tóku illa upp póstflutn- ing hans í tunnunni. Þeir segja ennfremur að fyrir þeirra tilverknað sé Helgi kaupmaður nú æðsti maður í bæjarfélaginu, forseti bæjarstjórnar og að honum farnist betur að búa með bolsivikum heldur en hin- um æfðu stjórnmálamönnum á meginlandinu, sem bera

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.