Ófeigur - 15.08.1951, Qupperneq 59
ÓFEIGTJR
59
ureyri, Norðfirði, Akranesi, Hafnarfirði, Miðfirði,
Tálknafirði, Húsavík, Hornafirði og í mörgum öðrum
bæjum og byggðum hefur líka þörf fyrir leikhús og sam-
komuhús. Alla þessa staði verður að styrkja með fram-
lögum úr skemmtanaskattssjóði. En framlögum í öll
þessi leikhús ætti að fylgja eitt skilyrði. Hvenær sem
ölvaður maður leikur list sína í slíku húsi, ætti bygg-
ingin að greiða í sekt til skemmtanaskattssjóðs sem
svarar 10 daga kaupi verkamanns á staðnum. Það er
engin ástæða fyrir mannfélagið að byggja hús fyrir
drukkinn skríl í heimsókn á skemmtisamkomum al-
mennings.
Embættismönnum Þjóðleikhússins vil ég segja þetta:
Það hús, sem býður þeim nú glæsileg starfsskilyrði
og vel launaða atvinnu, mundi aldrei vera risið af
grunni nema fyrir hugkvæmd mína og 27 ára óbrigðula
tómstundavinnu. — Þjóðleikhúsið er byggt á trúnaði
fólksins í landinu. Sá trúnaður leggur mér skyldur
á herðar. Þeir menn sem hafa komið Þjóðleikhúsinu á
rússneskan grundvöll, hafa misnotað umboð þjóðarinn-
ar. Af sögulegum ástæðum ber að vara þjóðina við
þessum misfellum, engu síður en þegar Jón Magnús-
son eða Jörundur Brynjólfsson vildu grípa fingrum of
djúpt niður í byggingarsjóð leikhússins. Nú er skylda
allra, sem unna góðri leiklist, að mótmæla seigdrep-
andi þyngslum þjóðnýtingar á listrænum athöfnum.
Nú er kominn tími til að hefja baráttu fyrir endur-
skipulagningu skemmtanaskattsmálsins. Leiklistin á að
vera frjáls starfsemi áhugamanna. Með skemmtana-
skattinum á að 'koma upp viðeigandi samkomuhúsum
og leikhúsum hvarvetna í landinu, jafnt í byggð og bæ.