Ófeigur - 15.08.1951, Blaðsíða 62

Ófeigur - 15.08.1951, Blaðsíða 62
62 ÖFEIGUR ið mikla annað slagið og þess á milli hafi hann unnið fremur illa. En óregla Péturs fyrir og eftir 17. septem- ber, sérstaklega á eftir, virtist honum þó heldur meiri en ,,túrarnir“ sem hann hafði tekið áður.“ Þessi Dani reynir að svala forvitni hæstaréttar varð- andi stærð og eðli holunnar í skábretti bruna-bílsins. Meira er þó vert um framburð hans að því er snertir ástand Péturs fyrir og eftir brunann. Pétur var fá- tækur og heilsulítill barnamaður. Ef frásögn hans, sem hermt er frá í bréfi Karls Kristensens er sönn, um þriðja eiganda B.S.R., sem Pétur er sýnilega smeyk- ur við og vill ekki nefna, þá var meira en lítil ástæða fyrir Pétur að drekkja sorgum sínum í áfengisöldum, bæði þegar hann hefur ákveðið að brenna bílana og eftir að hann hefur framið verknaðinn. Hinsvegar er sannsögulegur sá framburður, að Pétur hafi ekki drukk- ið daginn, sem hann hefur afráðið að vinna verkið. Þann dag mátti hann með engu móti láta kjark eða áræði bila. Sú staðreynd, að mjög valinkunnur eigandi B.S.R., Jón Guðmundsson, kastar sér í sjóinn eftir brunann, er beinlínis auðskilin, ef til væri sá mögu- leiki, að þriðji eigandi fyrirtækisins hafi verið til, en af einhverjum ástæðum ekki viljað standa á hluthafa- skrá með Jóni og Agli Vilhjálmssyni, en að hann hafi af fégirnd, bak við hina viðurkenndu eigendur og að þeim fornspurðum, samið við hinn blásnauða barna- mann Pétur Pálsson um að kveikja í bílunum. Jón Guðmundsson fréttir um brunann, sem honum er ljóst að muni kasta skugga á hann, þó að hann eigi þar enga sök. Hann tekur atburðinn svo nærir sér, að hann vill ekki lifa. Langsamlega torskildasti þáttur- inn í vinnubrögðum Hermanns Jónassonar og Helga Tómassonar við rannsókn brunamálsins er, að þeir skyldu ekki nota til þrautar vitneskjuna í bréfi Kristen- sens um að í B.S.R. hafi raunverulega verið þriðji eig- andinn, leyndur en þó valdur að þeim tíðindum, sem skiptu mestu. Tregða Péturs Pálssonar að segja frá nafni ,,huldumannsins“ er skiljanleg, ef það var ein- mitt hann, sem hafði lokkað öreigann út í ólánsverk- ið. Almannarómurinn hefur frá byrjun haft hneigð til að sýkna hina tvo viðurkenndu eigendur B.S.R. af raunverulegri ábyrgð í þessu máli og leita að þriðja manni, sem væri mótleikari Péturs Pálssonar. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.