Ófeigur - 15.08.1951, Qupperneq 30
30
ÖFEIGUR
litlu leyti. Undir vor þótti stórdómaranum hæfa að
fara skyndiherferð til Eyja með liðsafla sinn og beitti
nú sömu herkænsku og Mac Arthur er hann flutti
víkingasveitir sjóleiðis norður fyrir herlínu bolsivika
og lét þær gera strandhögg þar sem þeirra var síst
von. Síðan lét hershöfðinginn víkingana koma heim
sömu leið með herfangið. Stóð þessi herferð stórdóm-
ns í fimm daga. Hann kallaði Helga kaupmann
xyrir rétt og var dagsverkið álíka langt og við ame-
ríska uppskeruvinnu þegar byrjað er í dögun og haldið
áfram þar til kvöldsett er orðið. Lögðu endurskoð-
endurnir fram hundrað blöð, kvaðratmynduð, einn
meter á hlið. Var reiknað út í Eyjum að yfirborð þess-
ara skjala mundi hafa hulið stærstu kálgarða í kaup-
staðnum, ef haglega hefði verið úr þeim breitt. Helgi
var nú spurður um allt smátt og stórt um útgjöld
heimilisins, kúabúsins, verzlananna, gistihússins og út-
vegsins, svo að nákvæmari yfirheyrsla getur ekki orðið
á dómsdegi þó að öll smáatvik mannlegs lífs kunni að
vera bókfærð vegna þeirra reikningsskila. Helgi hafði
sjálfur fært allar bækurnar og virtist kunna skil á öllu
jafnvel hinum minnstu færslum. Hafði einn af vinum
stjórnarinnar í Mbl.flokknum látið sér þau orð um
munn fara, að Helgi mundi seint unninn á bókhaldi sínu.
Langoftast voru spurningarnar um hina hversdags-
legustu hluti, svo sem um kaffi og sykur í heimilis-
þarfir Helga eða venjulegan tilkostnað við verzlun og
útveg hans. Tveim sinnum brá fyrir nokkurri vonar-
heiðríkju á yfirbragði endurskoðendanna. Önnur
spurningin var um 150 ensk pund fyrir „gullvörur“ en
hitt lág upphæð fyrir vöru með torkennilegu nafni.
Mátti telja víst að fjármálaráðherra mundi þykja
fengur ef ríkissjóði áskotnaðist margfaldur tollur af
gullvöru sem flutt hefði verið inn í óleyfi. En þegar
betur var að gáð var ekki um að ræða gullvöru heldur
„gaddavír“ og höfðu endurskoðendur mislesið orðið.
Hitt saknæmið var um júgursmyrsl fyrir kúabú Helga
en það er stórt og líftaug barna í Eyjum því að annars
mundi þar háskalegur mjólkurskortur. Þótti stórdóm-
aranum miður, að endurskoðendur hans skyldu ekki vera
betur læsir heldur en raun bar vitni um.
Þegar vorsóknin stéð sem hæst fréttu þjónar rétt-
vísinnar, sem voru að verki í Eyjum, að stutt skýrsla