Ófeigur - 15.08.1951, Page 34

Ófeigur - 15.08.1951, Page 34
34 ÖFEIGUR eftir þau viðskipti sár, sem bæði eru djúp og hafast illa við. Almennt virðist það vera skoðun manna í Eyjum að Eysteinn sé valdur að ófriðnum með því að leggja í mjög dýrar herferðir í ríki þeirra einu jarla, sem hafa með nokkurri dirfsku og víkingslund sezt hér á landi í hinn virðulega stól Gissurar Þorvaldssonar á Reynistað. Hversvegna gefa Bandaríkin? Þegar Bismarck hafði sigrað Frakkland 1870—71, tók hann sem sigurvegari, tvö héruð af Frökkum og svo mikið fé í peningum, að Eiríki Briem sagðist svo frá, í sinni ágætu reikningsbók, að ef fjárfúlgan hefði verið greidd í gullpeningum og þeir settir í klyfjar á hesta á íslandi með hæfilegum þunga á hverjum áburðar- klár og með nauðsynlegum fylgdarmönnum, þá hefði þessi skaðabótalest náð frá Reykjavík norður í land og austur í Múlasýslur. Þannig, og öllu ver, hafa sig- urvegarar farið að eftir unnin stríð. Nú taka Bandaríkin ekki stríðsskaðabætur af neinni þjóð. Þeir láta láns og leigugjöldin að mestu falla nið- ur, enda er skuldheiman erfið við þann, sem mest skuld- ar. I stað skaðabóta láta Bandaríkin hálfan heiminn fá mat, vopn, peninga, vinnuvélar, verksmiðjur, hrá- efni og lána öðrum þjóðum kunnáttumenn til að lyfta iðnaði þeirra og atvinnu. Frá vissu sjónarmiði mætti halda, að slíkir gefendur væru englar í mannsmynd. Vissulega eru engin fordæmi til í sögunni um svo stór- fellda gjafastarfsemi nokkurs sigurvegara. Ameríkumenn eru mennskir, eins og annað fólk, en þeir hafa nú hærra sjónarmið heldur en títt hefur ver- ið um stórþjóðir. Þeir vita, að ef þeir hjálpa ekki hin- um stríðshrjáðu þjóðum, þá falla þær í fang bolsivika og verða veraldarskaðsemd. Þeir vita ennfremur, að ef allur heimurinn, utan Norður-Ameríku er annað- hvort á valdi byltingarmanna, innan við járntjaldið eða á hungurröndinni, þá getur sá hluti heimsins eng- in samskipti haft við Ameríku. Bandaríkin munu þá veslast upp, mitt í allsnægtum, heima fyrir. Auk þess Framhald á bls. 43

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.