Ófeigur - 15.08.1951, Blaðsíða 34

Ófeigur - 15.08.1951, Blaðsíða 34
34 ÖFEIGUR eftir þau viðskipti sár, sem bæði eru djúp og hafast illa við. Almennt virðist það vera skoðun manna í Eyjum að Eysteinn sé valdur að ófriðnum með því að leggja í mjög dýrar herferðir í ríki þeirra einu jarla, sem hafa með nokkurri dirfsku og víkingslund sezt hér á landi í hinn virðulega stól Gissurar Þorvaldssonar á Reynistað. Hversvegna gefa Bandaríkin? Þegar Bismarck hafði sigrað Frakkland 1870—71, tók hann sem sigurvegari, tvö héruð af Frökkum og svo mikið fé í peningum, að Eiríki Briem sagðist svo frá, í sinni ágætu reikningsbók, að ef fjárfúlgan hefði verið greidd í gullpeningum og þeir settir í klyfjar á hesta á íslandi með hæfilegum þunga á hverjum áburðar- klár og með nauðsynlegum fylgdarmönnum, þá hefði þessi skaðabótalest náð frá Reykjavík norður í land og austur í Múlasýslur. Þannig, og öllu ver, hafa sig- urvegarar farið að eftir unnin stríð. Nú taka Bandaríkin ekki stríðsskaðabætur af neinni þjóð. Þeir láta láns og leigugjöldin að mestu falla nið- ur, enda er skuldheiman erfið við þann, sem mest skuld- ar. I stað skaðabóta láta Bandaríkin hálfan heiminn fá mat, vopn, peninga, vinnuvélar, verksmiðjur, hrá- efni og lána öðrum þjóðum kunnáttumenn til að lyfta iðnaði þeirra og atvinnu. Frá vissu sjónarmiði mætti halda, að slíkir gefendur væru englar í mannsmynd. Vissulega eru engin fordæmi til í sögunni um svo stór- fellda gjafastarfsemi nokkurs sigurvegara. Ameríkumenn eru mennskir, eins og annað fólk, en þeir hafa nú hærra sjónarmið heldur en títt hefur ver- ið um stórþjóðir. Þeir vita, að ef þeir hjálpa ekki hin- um stríðshrjáðu þjóðum, þá falla þær í fang bolsivika og verða veraldarskaðsemd. Þeir vita ennfremur, að ef allur heimurinn, utan Norður-Ameríku er annað- hvort á valdi byltingarmanna, innan við járntjaldið eða á hungurröndinni, þá getur sá hluti heimsins eng- in samskipti haft við Ameríku. Bandaríkin munu þá veslast upp, mitt í allsnægtum, heima fyrir. Auk þess Framhald á bls. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.