Ófeigur - 15.08.1951, Blaðsíða 10
10
ÓFEIGUR
vatni, skólinn, gistihúsið og búreksturinn, er eins og
nýbyggð Islendinga í Vesturheimi, þar sem allt er kom-
ið undir hörkudugnaði og ráðdeid við að ryðja skóg-
inn, reisa bjálkabýlið, og síðan að breyta frumbýl-
ingskofanum í nútíma heimili. Búskapurinn á Laugar-
vatni er einstakur í sinni röð. Enginn annar skólamað-
ur hefur lagt út í annað eins búskaparátak í hjáverk-
um við önnur skyldustörf eins og Bjarni Bjarnason.’
Hann gat ekki horft á að góð bújörð lægi lítt notuð
og allar sveitavörur skólans sóttar langt að. Það er
raunar ekki aðalatriðið, að skólanemendur geti feng-
ið heimafengin matvæh, þó að það sé að mörgu leyti
hentugt. Hitt skiptir mestu, að hafa á skólastaðnum
miklar og vel gerðar jarðræktarframkvæmdir og stórt
og vel rekið bú. Eitt af því allra gagnlegasta, sem skóla-
fólkið á Laugarvatni kynnist af verunni þar, er mynd-
arbragurinn á öllum búverkum og alveg sérstaklega
hreinlætið og hirðusemin við framleiðsluna.
*
Þau margháttuðu stórbú, sem hér hefur verið vikið
að, eru skemmtilegar nýjungar í þjóðfélaginu, sólskins-
blettir innan um eyðing gjaldeyrisins með krónufallinu
og andvaraleysi þeirra, sem að óþörfu biðja erlenda
dugnaðarmenn um gjafir til að geta haldið uppi meiri
eyðslu en framleiðslan leyfir. Þeir athafnamenn, sem
standa fyrir þessum framkvæmdum eru forverðir í
þeirri sókn, sem koma skal, þegar þrotabú þeirra manna,
sem hafa látið fimmtu herdeildina koma öðru lýðveld-
inu á kné, verður gert upp. Þriðja lýðveldið rís upp
úr neyð og hruni dýrtíðar og dauða krónunnar,
þá er mikils um vert, að til séu þróttmiklir bændur,
bæði þeir fáu, sem hér hafa verið nefndir, vegna sér-
stakrar aðstöðu, og sá fjölmenni skari dugnaðar
manna, sem sannað hafa með daglegum störfum lífs-
mátt sinn í þjóðfélagi, sem hlýtir forystu manna, sem
ekki þykir vansæmd að biðja framandi þjóð um fram-
lög til að lifa meira eyðslulífi heldur en efnin leyfa.
*
Á miðjum síðast liðnum vetri gerðust þau tíðindi, að
formaður Mblmanna, Ólafur Thors ritaði f jöruga með-
mælagrein og birti Mbl mynd af ungum Hafnfirðingi
sem var að flytjast, að líkindum til langdvalar, heim frá