Ófeigur - 15.08.1951, Blaðsíða 63

Ófeigur - 15.08.1951, Blaðsíða 63
ÓFEIGUR 63 er alveg óskiljanleg yfirsjón af hæstarétti að senda málið ekki í annað sinn heim til undirdómarans í Reykjavík til framhaldsrannsóknar eftir að dómararnir höfðu fengið vitneskju um bréf Karls Kristensen. En eftir birtingu þess bréfs verður þriðji maðurinn fram- vegis dularfull persóna í íslenzku réttarfari líkt og maðurinn með járngrímuna í frönskum bókmenntum. Dómarinn kallar þá fyrir réttinn konu Péturs Páls- sonar, sem hér er nefnd Jónína Jónsdóttir. Framburð- ur hennar er bergmál frá heimili í rústum: Fátækt, heilsuleysi, nokkur vínnotkun, heilsuleysið aukið af skiljanlegum ástæðum við málarekstur, atvinnuleysi, skort á heimilinu, dvölina á Kleppi og, eins og Pétur segir sjálfur, stöðugum eltingarleik út af framburði hans. Hafi þriðji maðurinn'verið með í spilinu á laun, má nærri geta, hvort hann hafi ekki lagt stund á að fá Pétur til að nefna aldrei nafn hans, eftir að það hafði næstum verið komið fram á varir honum í bíl- ferðinni með Kristensen. Ástæður heimilisins voru sýni- lega á þann veg, að varla var von að Pétur væri um þessar mundir hress eða vonsæll um framtíð sína. ,,Þá mætti fyrir réttinum kona dómfellds, Jónína Jóns- dóttir, 34 ára að aldri, til heimilis í Hafnarfirði. — Hún kveðst ekkert muna sérstaklega um heilsufar Pét- ur fyrir eða eftir 17. septmber 1929. Hún kveður Pét- ur hafa drukkið dálítið annað slagið, en hún man ekki hvort hann gerði það fyrir eða eftir 17. septem- ber 1929. Hún kveður Pétur hafa legið annað slagið vegna magaveiki, — læknar telji að sýrur vanti í mag- ann eftir því sem hún hefur heyrt fyrir nokkrum ár- um. Hún kveðst ekki að öðru leyi hafa orðið vör við lasleika hjá honum. Hún kveður Pétur hafa verið mjög mikið lasinn síðastl. mánuð — hefur alltaf legið öðru hverju og hefur þá kvartað um verk í maganum." Dómarinn kveður nú fyrir réttinn Ólaf Jónsson, sem verið hafði staddur við skúrinn þegar Pétur kveikti í sínum bíl. Framburður hans var að vonum alger endur- tekning á fyrri frásögn hans um atburðinn. Enginn grunur hafði á hann fallið um þátttöku í brunanum. Pétur hafði, skýrt og skilmerkilega játað á sig sökina og ef einhver óviðkomandi maður stóð á bak við verk- ið, þá var vissulega ekki þörf að hafa meira en einn mann til að kasta eldspítu í benzínpoll á gólfið í skúr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.