Ófeigur - 15.08.1951, Side 63
ÓFEIGUR
63
er alveg óskiljanleg yfirsjón af hæstarétti að senda
málið ekki í annað sinn heim til undirdómarans í
Reykjavík til framhaldsrannsóknar eftir að dómararnir
höfðu fengið vitneskju um bréf Karls Kristensen. En
eftir birtingu þess bréfs verður þriðji maðurinn fram-
vegis dularfull persóna í íslenzku réttarfari líkt og
maðurinn með járngrímuna í frönskum bókmenntum.
Dómarinn kallar þá fyrir réttinn konu Péturs Páls-
sonar, sem hér er nefnd Jónína Jónsdóttir. Framburð-
ur hennar er bergmál frá heimili í rústum: Fátækt,
heilsuleysi, nokkur vínnotkun, heilsuleysið aukið af
skiljanlegum ástæðum við málarekstur, atvinnuleysi,
skort á heimilinu, dvölina á Kleppi og, eins og Pétur
segir sjálfur, stöðugum eltingarleik út af framburði
hans. Hafi þriðji maðurinn'verið með í spilinu á laun,
má nærri geta, hvort hann hafi ekki lagt stund á að
fá Pétur til að nefna aldrei nafn hans, eftir að það
hafði næstum verið komið fram á varir honum í bíl-
ferðinni með Kristensen. Ástæður heimilisins voru sýni-
lega á þann veg, að varla var von að Pétur væri um
þessar mundir hress eða vonsæll um framtíð sína.
,,Þá mætti fyrir réttinum kona dómfellds, Jónína Jóns-
dóttir, 34 ára að aldri, til heimilis í Hafnarfirði. —
Hún kveðst ekkert muna sérstaklega um heilsufar Pét-
ur fyrir eða eftir 17. septmber 1929. Hún kveður Pét-
ur hafa drukkið dálítið annað slagið, en hún man
ekki hvort hann gerði það fyrir eða eftir 17. septem-
ber 1929. Hún kveður Pétur hafa legið annað slagið
vegna magaveiki, — læknar telji að sýrur vanti í mag-
ann eftir því sem hún hefur heyrt fyrir nokkrum ár-
um. Hún kveðst ekki að öðru leyi hafa orðið vör við
lasleika hjá honum. Hún kveður Pétur hafa verið
mjög mikið lasinn síðastl. mánuð — hefur alltaf legið
öðru hverju og hefur þá kvartað um verk í maganum."
Dómarinn kveður nú fyrir réttinn Ólaf Jónsson, sem
verið hafði staddur við skúrinn þegar Pétur kveikti í
sínum bíl. Framburður hans var að vonum alger endur-
tekning á fyrri frásögn hans um atburðinn. Enginn
grunur hafði á hann fallið um þátttöku í brunanum.
Pétur hafði, skýrt og skilmerkilega játað á sig sökina
og ef einhver óviðkomandi maður stóð á bak við verk-
ið, þá var vissulega ekki þörf að hafa meira en einn
mann til að kasta eldspítu í benzínpoll á gólfið í skúr-