Ófeigur - 15.08.1951, Síða 44
44
ÖFEIGUR
Landnám eftir hrunið.
í fyrsta hefti Ófeigs 1951 var hafizt handa með bend-
ingar um málefnaviðhorf sem miðast við nýjan hugs-
unarhátt, þann, að hið unga lýðveldi gangi með háska-
legan sjúkdóm, sem muni leiða til glötunar hins ný-
fengna sjálfstæðis. Þar muni á yfirborðinu koma til
greina nokkrar aðrar meinsemdir en þær sem komu
Islendingum til að ganga Noregskonungi á hönd 1262
—64, en undir niðri mun þó mega finna sömu megin-
einkennin, skort á þegnskap áhrifamanna þá og nú.
Þá var þjóðfélagið ekki fært um að halda uppi lögum
og landsrétti á íslandi. Flokkar og ættir tóku sér þá
og taka enn vald til að beygja þjóðfélagið undir sér-
hagsmunavald og fótum troða almenna hagsmuni. Yfir-
standandi tímar minna að þessu leyti á öld Sturlu Sig-
hvatssonar og Þorvaldar Vatnsfirðings. Ekki skorti þá
og heldur ekki nú, vaskleik í íþróttum, elju og afköst
í góðu lagi við venjuleg framleiðslustörf og áberandi
gáfur einstakra manna. En það sem skorti á Sturlunga-
öld og skortir enn, er þegnskapur og félagslund. I
bæði skiptin strandar þjóðfélagið á því, að engir vildu
verja það, heldur berjast um bitana í væntanlegum
arfi sameiginlegra eigna og hlunninda. Meinsemd líð-
andi stundar er ekki vöntun á einstaklingsdugnaði, held-
ur þeim eiginleikum, sem skapa heilbrigt mannfélag.
I köflum þeim í þessu riti, sem fjalla um framtíðar-
úrræði, er gert ráð fyrir að íslendingar muni um nokk-
urt árabil leita hjálpar erlendrar þjóðar til að geta
bætt úr daglegum þörfum sínum, alveg eins og Fom-
Islendingar settu tiltekna tölu vöruskipa með nauð-
synjar frá Noregi sem hlunnindi, er varð að biðja um,
því að þjóðin var sér ekki nóg í þessu efni og heldur
ekki með innlenda friðgæzlu. Hinsvegar er hér búizt
við, að meðan Engilsaxar ráða Atlantshafinu, mimi
ekki takast tilraunir frá erlendum árásarlýð til
að svifta þjóðina frelsi. Erlendu yfirráðin, meðan þau
vara, munu eingöngu stafa af því íslenzka þjóðin eyð-
ir meir en hún aflar og verður að biðja um eyðslueyri,
og brýtur þannig f jöregg sinnar eigin gæfu, meðan hún