Ófeigur - 15.08.1951, Síða 56

Ófeigur - 15.08.1951, Síða 56
56 ÖFEIGUR og þroska barnanna, en ekki við ímyndaða háskóla- göngu. Eftir að barnaskóla lýkur, þurfa unglingarnir að fá skólahvíld. Þeir eru oft þreyttir eftir barnaskól- ana og þurfa ýmist að fá tækifæri til að vinna að líkamlegum störfum eða lesa bækur að eigin vild, eftir því sem þeir kunna að hafa hneigð til. Eftir 16 ára ald- ur eiga unglingar aftur að geta hafið nám í héraðs- og gagnfræðaskólum. En það ætti að vara lengur en tvo vetur og vera mjög frjálst, þó þannig, að vinna og íþróttir taki að minnsta kosti hálfan námstímann. I bókfræðum þarf að fella niður að miklu leyti hið ófrjóa og forheimskandi nám í erlendum tungumálum, en láta í þess stað koma vekjandi æfingar í bókmennt- um þjóðarinnar, og sögu, bæði innlendri og útlendri. Nú er mjög algengt, að námsfólk úr héraðs-, gagn- fræða-, menntaskólunum og háskólanum sé mjög van- kunnandi í íslenzkum bókmenntum og sögu. Meðan latína og gríska voru kenndar í latínuskólanum, lásu betur gefnu piltarnir flest sem máli skipti í fornum og nýjum bókmenntum sjálfrar þjóðarinnar og þekktu af eigin lestri úrvalshöfunda germanskra og engilsax- neskra þjóða. Nú er þetta svo breytt, að gott má telja, ef stúdentar þekkja þau kvæði íslenzku stórskáldanna, sem eru í lestrarbók Nordals, en næsta lítið þar fyrir utan. Ekki hefur hin mikla kennsla í erlendum mál- um í barnaskólum upp í háskóla leitt til aukinnar þekk- ingar á bókmenntum grannþjóðanna. Nemendur í hin- um mörgu bókfræðiskólum geta með réttu afsakað vankunnáttu sína í þeim bóklegu fræðum, sem mestu skipta, með því að þeir hafi engan tíma til að sinna öðru en yfirheyrzlum fyrir prófraunir í sálardrepandi kennslubókum. Þetta mun nú vera rétt. Bókfræðin hef- ur gengið af bókmenntunum dauðum. Skólaæskan hef- ur ekki einu sinni tíma til að lesa Atómstöðina, og þá enn síður það sem er erfiðara og þýðingarmeira. Inn í hinar miklu skólabyggingar þarf að komast nýr og betri andi. Það er enginn hörgull á mönnum, sem geta unnið á pósthúsum og símastöðvum. Líka eru til nóg mannsefni í stöður lækna, presta og sýslumanna. En í þess háttar stöður og allsstaðar annars stað- ar í þjóðfélaginu, þarf fólk sem er vakandi og kann móðurmál sitt, þekkir það bezta úr bókmenntunum og hefur löngun til að taka þátt í nútíma starfs-

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.