Ófeigur - 15.08.1951, Side 27

Ófeigur - 15.08.1951, Side 27
ÓFEIGUR 27 Framsókn. Henni voru aldrei boðnar nema tálvonir. Kommúnistar vildu eyða Framsókn með blekkingum ein- um. Eftir nýár var Eysteini orðin óþolandi kvöl að vera ekki í stjórn. Hann skildi loks, að eina lífsvon fyrir hann og þann hluta flokksins, sem honum fylgdi var að koma upp í bátinn til Bjarna og Jóhanns í Eyjum. Þar með hafði hann fyrir sig og sína viðurkennt að allt tal hans og hans stallbræðra um vinstri stjórn, það er samstjórn með kommúnistum var óframkvæmanleg f jar- stæða. Hermann hélt enn út. Hann hafði lokað dyrum borgaralegrar samvinnu enn hastarlegar heldur en Ey- steinn. Auk þess hafði Hermann 45 þús. kr. bitling í Búnaðarbankanum og drjúgar tekjur í fjárhagsráði. Hann beið enn í tvö ár. Ritaði þá beiskar og illa gerðar greinar í Tímann um félaga sína, sem sátu í stjórn með Mblmönnum. Við Atlantshafssáttmálann var Her- mann algerlega með bolsivikum eins og P. Z. Enn komu kosningar 1949 og enn var Hermann svo nærri bolsi- vikum , að þeir lánuðu honum nokkuð af atkvæðum til að hindra fall hans. Eftir þær kosningar þóttust komm- únistar enn vilja ganga í sæng með Hermanni, en þá þurfti krata með. Og þeir voru ófáanlegir og það var bolsivikum fullljóst. Þar strandaði síðasti vinstristjórn- ardraumur Hermanns. Hann gafst þá algerlega upp fyrir Ölafi og er síðan fullkomlega viljalaust verkfæri Mblmanna í stjórn og utanstjórnar. * Bernharð Stefánsson og aðrir skynsamir Framsókn- armenn geta nú ekki komist hjá að viðurkenna, að þeir og einkum forystumenn þeirra notuðu öll hugsanleg tækifæri 1942—50 — átta ár samfelld til að reyna að komast í samstjórn með fimmtuherdeildinni. Nu er viðhorfið þannig, að Framsóknarmenn segja að bolsi- vikaflokkurinn á Islandi og erlendis sé samsafn af þraut-tömdum bófum og föðurlandssvikurum, sem ekki sé talandi við. Jafnvel Hermann lýsti yfir um leið og hann gekk á hönd Ólafi, að ekki væri talandi við komm- únista. En hversvegna að tala í átta ár við þessi af- hrök sem nú eru nefnd svo? Af því að í átta ár var Hermann (og í sex ár Eysteinn) á vonargægjum um bræðralag og samstjórn með þessum fordæmdu mönn- -iim. Vildu jafnve heldur gefa Ólafi hlutleysi en að

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.