Ófeigur - 15.08.1951, Qupperneq 39

Ófeigur - 15.08.1951, Qupperneq 39
ÓFEIGUR 39 nafntogaða heimavistarskóla brezkra samvinnumanna, Stanfordhall. Eftir það ferðaðist hann fram á haust um England og Skotland. Hann kom heim alfarinn haustið 1948. Þá kom fyrir einkennilegasta æfintýrið í hinni stuttu en glæsilegu æfisögu hans. Ung, sænsk fræðakona, Ingigerður Nyberg, hafði áhuga fyrir að dvelja um stund á íslenzkum sveitabæ, til að nema málið til fullnustu. Hún var málfræðing- ur og hafði lokið meistaraprófi í latínu og grísku. Faðir hennar var prófessor í austurlandamálum við háskólann í Uppsölum. Vegna kunnugleikasambanda við Islendinga í Svíþjóð, réðist Islandsferð Ingigerðar með þeim hætti, að hún skyldi dvelja á Lundarbrekku surnarið 1949. Hún kom til Akureyrar í byrjun maí- mánaðar þá um vorið. Veturinn hafði verið í harðasta lagi norðanlands og snjóalög mikil í flestum sveitum. Hún féjck tilviljunarferð yfir Vaðlaheiði og náði alla leið fram í Lundarbrekku milli stórhríðarkviðanna. Vorið var eitt hið versta um allt land. Er það til sann- indamerkis um tíðarfarið á Suðurlandi, að bílar frá Selfossi fóru Krísuvíkurleiðina á uppstigningardag þetta vor. Norðanlands geisuðu hríðar allan sauðburð- inn og báru flestar ær í húsum þetta vör. Ingigerð- ur hinn sænska lét gríska og latneska doðranta hvíla sig og hjálpaði til í fjárhúsunum, eins og væri hún þaulkunnug þessháttar erfiðisverkum. Baldur bóndi hafði verið mikill fjárgæzlumaður alla sína búskapar- tíð. Nú gat hann ekki fylgzt með því, sem gerðist í fjár- húsunum nema með augum annarra. En að öðrum heimamönnum ólöstuðum fékk hann beztar skýrslur um sauðburðinn frá Ingigerði. Um síðir létti öllum hretum að vanda. Unga fólkið í Bárðardal brá sér öræfaferð í Öskju og Vonarskarð. Ingigerður kynntist þá fegurð, sem var annars eðlis en glæsileiki vatna og skóga í hennar ættlandi. Hún kunni vel við Island, fegurð þess og erfiðleika. Næsta haust lýstu þau Ingi- gerður Nyberg og Jónas Baldursson trúlofun sinni, og þeirri ákvörðun, að þau ætluðu að eyða æfi sinni í Bárðardal. Ingigerður brá sér um haustið heim til ættmenna sinna í Uppsölum, en Jónas skyldi koma í ársbyrjun 1950 og þau giftast í ættborg brúðurinn- ar. Brúðkaupið var haldið hátíðlegt með athöfn í Upp- saladómkirkju. Sungnir voru og leiknir jöfnum hönd-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.