Ófeigur - 15.08.1951, Side 39

Ófeigur - 15.08.1951, Side 39
ÓFEIGUR 39 nafntogaða heimavistarskóla brezkra samvinnumanna, Stanfordhall. Eftir það ferðaðist hann fram á haust um England og Skotland. Hann kom heim alfarinn haustið 1948. Þá kom fyrir einkennilegasta æfintýrið í hinni stuttu en glæsilegu æfisögu hans. Ung, sænsk fræðakona, Ingigerður Nyberg, hafði áhuga fyrir að dvelja um stund á íslenzkum sveitabæ, til að nema málið til fullnustu. Hún var málfræðing- ur og hafði lokið meistaraprófi í latínu og grísku. Faðir hennar var prófessor í austurlandamálum við háskólann í Uppsölum. Vegna kunnugleikasambanda við Islendinga í Svíþjóð, réðist Islandsferð Ingigerðar með þeim hætti, að hún skyldi dvelja á Lundarbrekku surnarið 1949. Hún kom til Akureyrar í byrjun maí- mánaðar þá um vorið. Veturinn hafði verið í harðasta lagi norðanlands og snjóalög mikil í flestum sveitum. Hún féjck tilviljunarferð yfir Vaðlaheiði og náði alla leið fram í Lundarbrekku milli stórhríðarkviðanna. Vorið var eitt hið versta um allt land. Er það til sann- indamerkis um tíðarfarið á Suðurlandi, að bílar frá Selfossi fóru Krísuvíkurleiðina á uppstigningardag þetta vor. Norðanlands geisuðu hríðar allan sauðburð- inn og báru flestar ær í húsum þetta vör. Ingigerð- ur hinn sænska lét gríska og latneska doðranta hvíla sig og hjálpaði til í fjárhúsunum, eins og væri hún þaulkunnug þessháttar erfiðisverkum. Baldur bóndi hafði verið mikill fjárgæzlumaður alla sína búskapar- tíð. Nú gat hann ekki fylgzt með því, sem gerðist í fjár- húsunum nema með augum annarra. En að öðrum heimamönnum ólöstuðum fékk hann beztar skýrslur um sauðburðinn frá Ingigerði. Um síðir létti öllum hretum að vanda. Unga fólkið í Bárðardal brá sér öræfaferð í Öskju og Vonarskarð. Ingigerður kynntist þá fegurð, sem var annars eðlis en glæsileiki vatna og skóga í hennar ættlandi. Hún kunni vel við Island, fegurð þess og erfiðleika. Næsta haust lýstu þau Ingi- gerður Nyberg og Jónas Baldursson trúlofun sinni, og þeirri ákvörðun, að þau ætluðu að eyða æfi sinni í Bárðardal. Ingigerður brá sér um haustið heim til ættmenna sinna í Uppsölum, en Jónas skyldi koma í ársbyrjun 1950 og þau giftast í ættborg brúðurinn- ar. Brúðkaupið var haldið hátíðlegt með athöfn í Upp- saladómkirkju. Sungnir voru og leiknir jöfnum hönd-

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.