Ófeigur - 15.08.1951, Page 7
ÓFEIGUR
7
legt land. Margskonar fegurð og gæði og margvísldgir
ágallar. Margbreytni landsins hefur frá upphafi vega
haldið við skapandi vitsmunum Islendinga.
*
Enn er einn bóndi í Árnessýslu, sem leggur inn á
nýjar brautir í stórræktun. Það er Svarfdælingurinn
Guðjón Sigurðsson í Gufudal. Fyrir nærri aldarfjórð-
ungi vann hann fyrir Þingvallanefnd við að girða þjóð-
garðinn á Þingvöllum með öruggri gaddavírsgirðingu.
Hann leysti verkið svo vel af hendi, að girðingin er
enn í dag eins og nýgerð. Síðar reisti Guðjón nýbýli.
í Gufudal í Ölfusi og kom sér upp miklum gróðurhús-
um áður en verðhækkun síðara stríðsins skall yfir.
Þetta varð arðsöm eign í stríðinu og bóndinn dugleg-
ur. Hann hefur án efa eignazt nokkurn stríðsgróða,
en það var ekki happdrættisfé, heldur ávöxtur vinnu
og ráðdeildar. Fyrir nokkrum árum keypti Guðjón
Gljúfurholt, eina af hinum landmiklu mýrlendisjörðum
við þjóðveginn í Ölfusi. Hann ákvað að reisa penings-
hús í nýjum stíl. Þar stóðu snotur íbúðarhús. Guðjón
hreyfir þau ekki, enda hefir hann góðan húsakost i
Gufudal og ekki nema steinsnar á milli jarðanna eftir
sléttum þjóðvegi. I þess stað ræsti hann fram feikna-
mikið af mýrlendi, sem tilheyrði Gljúfurholti, hvíldi
jörðina hæfilega mikið, sléttaði landið og sáði í það.
Nú eru þar komin mikil tún, en þó er meira í undir-
búningi. Þá réðist hann í að endurbyggja öll penings-
húsin: Fjós fyrir 60 kýr, kálfahús fyrir 20 ungviði,
mikla heyhlöðu fyrir súgþurrkun og votheysturn eftir
sænsk-amerískum fyrirmyndum. Áburðurinn er flutt-
ur á endalausum böndum í opna áburðargeymslu, en
sumt í lokuð hólf. Ég held, að ekki sé búið að full-
rækta tún nema sem svarar 30 kúa fóðri, en land-
stærðin nægir tífalt stærra búi. Þó er Gljúfurholt ekki
sérlega landmikil jörð. Mikið má rækta í Ölfusinu og
mikið á öllu Islandi. Talið er, að í Gljúfurholti geti
tveir vel verki farnir karlmenn hirt allar mjólkur-
kýrnar, með þeim vinnusparandi vélum, sem þar eru
eða má við koma. Hér er um að ræða kapítulaskipti
1 framleiðslumálum landsmanna. Gljúfurholt er verk-
smiðja, vel undirbúin og líkleg til að verða vel starf-
rækt og arðsöm fyrir eigandann. Hún mun um fram