Ófeigur - 15.08.1951, Blaðsíða 7

Ófeigur - 15.08.1951, Blaðsíða 7
ÓFEIGUR 7 legt land. Margskonar fegurð og gæði og margvísldgir ágallar. Margbreytni landsins hefur frá upphafi vega haldið við skapandi vitsmunum Islendinga. * Enn er einn bóndi í Árnessýslu, sem leggur inn á nýjar brautir í stórræktun. Það er Svarfdælingurinn Guðjón Sigurðsson í Gufudal. Fyrir nærri aldarfjórð- ungi vann hann fyrir Þingvallanefnd við að girða þjóð- garðinn á Þingvöllum með öruggri gaddavírsgirðingu. Hann leysti verkið svo vel af hendi, að girðingin er enn í dag eins og nýgerð. Síðar reisti Guðjón nýbýli. í Gufudal í Ölfusi og kom sér upp miklum gróðurhús- um áður en verðhækkun síðara stríðsins skall yfir. Þetta varð arðsöm eign í stríðinu og bóndinn dugleg- ur. Hann hefur án efa eignazt nokkurn stríðsgróða, en það var ekki happdrættisfé, heldur ávöxtur vinnu og ráðdeildar. Fyrir nokkrum árum keypti Guðjón Gljúfurholt, eina af hinum landmiklu mýrlendisjörðum við þjóðveginn í Ölfusi. Hann ákvað að reisa penings- hús í nýjum stíl. Þar stóðu snotur íbúðarhús. Guðjón hreyfir þau ekki, enda hefir hann góðan húsakost i Gufudal og ekki nema steinsnar á milli jarðanna eftir sléttum þjóðvegi. I þess stað ræsti hann fram feikna- mikið af mýrlendi, sem tilheyrði Gljúfurholti, hvíldi jörðina hæfilega mikið, sléttaði landið og sáði í það. Nú eru þar komin mikil tún, en þó er meira í undir- búningi. Þá réðist hann í að endurbyggja öll penings- húsin: Fjós fyrir 60 kýr, kálfahús fyrir 20 ungviði, mikla heyhlöðu fyrir súgþurrkun og votheysturn eftir sænsk-amerískum fyrirmyndum. Áburðurinn er flutt- ur á endalausum böndum í opna áburðargeymslu, en sumt í lokuð hólf. Ég held, að ekki sé búið að full- rækta tún nema sem svarar 30 kúa fóðri, en land- stærðin nægir tífalt stærra búi. Þó er Gljúfurholt ekki sérlega landmikil jörð. Mikið má rækta í Ölfusinu og mikið á öllu Islandi. Talið er, að í Gljúfurholti geti tveir vel verki farnir karlmenn hirt allar mjólkur- kýrnar, með þeim vinnusparandi vélum, sem þar eru eða má við koma. Hér er um að ræða kapítulaskipti 1 framleiðslumálum landsmanna. Gljúfurholt er verk- smiðja, vel undirbúin og líkleg til að verða vel starf- rækt og arðsöm fyrir eigandann. Hún mun um fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.