Ófeigur - 15.08.1951, Síða 41

Ófeigur - 15.08.1951, Síða 41
ÖFEIGUR 41 hyggju, mildur, bjartsýnn og tillögugóður um sameigin- leg mál samtíðarinnar. Vafalaust hefur Baldri föður hans oft og mörgum sinnum, í þessari óvæntu raun, orðið á að spyrja: Hvers vegna mátti eg ekki fara þessa helgrindarför? Hvers vegna er mér, öldruðum og særðum djúpum sárum af langri vegferð, haldið á jarðríki, en í staðinn tek- inn sonurinn, ungur og hraustur, með óunnin verkefnin fram undan, æskumaðurinn, sem frændum og vinum fanst standa í stað svo margra? Menn spyrja, en enginn svarar. Ætt Lundarbrekku- manna hefur misst mann, sem er sárt saknað af þeim, sem til hans þekktu. En ættstofn þolir að missa jafnvel sína efnismenn. Sú þróun, sem hér hefur verið laus- lega drepið á, varðandi eina ætt í Bárðardal, hefur líka gerzt með sama hætti á öðrum bæjum í sömu bygð víða í Suður-Þingeyjarsýslu og á nokkrum stöð- um annarsstaðar. Um eitt skeið voru Þingeyingar í fararbroddi um samvinnufélagsskap, skáldskap og rit- höfundareiginleika. Nú eru þessir eiginleikar mjög jafn- skiptir um allt land að því leyti, sem þeirra gætir til muna á yfirstandandi tíma. En þegar Þingeyingar höfðu lokið sínu hlutverki í nokkrum tilteknum og merkilegum þáttrnn aldamó.tabaráttunnar, snerist sam- vinnuhyggja þeirra, og það ekki aðeins nokkurra ein- staklinga, heldur alls þorra manna, að nýrri og heppi- legri lausn einhvers mesta vandamáls samtíðarinnar. Sú tíð er horfin, þegar bóndinn á Lundarbrekku gat, eins og Jónas Jónsson á sinni tíð, haft þrjá vinnu- menn og jafnmargar vinnukonur. Það er líka liðinn sá tími þegar hjón með lítil börn búa tiltölulega stóru búi, en verða að strita með líkamsorkunni einni við öll frameiðslustörfin innan húss og utan. Þetta var erfið þrekraun. Fólkið, sem er bundið við einyrkja- búskap í dreifbýli verður með nokkrum hætti líkt sett og Grettir í skála sínum. Ekki skorti hann afl eða vask- leik, heldur þann yl, sem maður skapar manni í fram- sókn kynslóðanna. Lundarbrekku-ættin hefur fyrir sitt leyti skilið þetta vandamál og reynt að ráða fram úr því eftir því sem við mátti koma. I stað þess að líta á gömlu óðalsjörðina eins og persónulega eign eins manns á hverjum t,ma, kemur hið nýja félagslega við-

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.