Ófeigur - 15.08.1951, Page 17

Ófeigur - 15.08.1951, Page 17
ÖFEIGUR 17 legar, þá mun líka mega Iíta svo á, að tilkoma hans hér á landi hafi verið nauðsynleg. Bolsivikar hafa mjög heita mannafélagstrú, sem aflar söfnuði þeirra stöð- uglega aukins fylgis. Þeir bjóða öllum, sem skortir ein- hver tímanleg gæði, að taka allt sem þá vantar frá öðr- um, og þetta er líftaug og fjöregg bolsivismans. Borg- araflokkana vantar samsvarandi lífstrú og liðsoddar þríflokkarnir misstu orku meðan þeir stunduðu gisti- vináttu í tjaldbúðum fimmta hersins. Benjamín virð- ist nú starfa að því að klæða daglegar athafnir hins borgaralega en mjög vanmáttuga þjóðfélags í einskon- ar sunnudagsklæði. Flutningar seðlanna í stjórnarráðs- húsið, verður hinn hvíti faldur hátíðabúningsins. Benja- mín mun að líkindum una þessu fjárhagslega Krisna- murtastarfi um nokkra stund, þar til honum firmst Reykjavík orðin jafn tilbreytingarlaus eins og Ommen var á síðustu helgidögum Kristnamurta. En eins og hann gat ekki til lengdar staðist hina lotningarfullu tilbeiðslu Aðalbjargar og afsagði að leika guðlega veru, þannig má gera ráð fyrir að samskonar trúnað- artraust í uppliti Hermanns Jónassonar aflraunakappa Framsóknar muni að síðustu knýja Benjamín til að syeipa frá sér þeirri spámannsskikkju, sem formaður Mbl.manna lagði á hátíðlegri stund yfir herðar hans í Morgunblaðinu. Benjamín mun þá stíga nokkur skref nið- ur eftir skuldastiga hefðartindsins til mennskra manna, neðar í hlíðum vrzkufjallsins. Vel má vera, að Benja- mín og Krisnamurti eyði síðari árum ævinnar við hinn milda og hugþekka bylgjugang Kyrrahafsins við strend- ur Kaliforníu og að þeir beri þá saman endurminn- ingar sínar frá þeim árum, þegar þeir áttu hvor um sig sinn söfnuð á íslandi, þar sem lotningarfull augna- tillit sanntrúaðra sálna vermdi um stundarsakir spá- mannssálir þeirra. * * Vigfús Guðmundsson, gestgjafi í Hreðavatnsskála, skrifaði grein í Tímann skömmu áður en hann yfirgaf þá samstarfsmenn, sem svo mjög höfðu misbrúkað trúnað hans. Vék hann þá að þeim dögum, þegar hann og nokkrri aðrir góðkunningjar ætluðu að veita mér nokkra tilsögn um hversu rita skyldi heppilegar blaða- greinar. Þegar ég reyndist ekki viðbúinn að hagnýta

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.