Ófeigur - 15.08.1951, Qupperneq 62
62
ÖFEIGUR
ið mikla annað slagið og þess á milli hafi hann unnið
fremur illa. En óregla Péturs fyrir og eftir 17. septem-
ber, sérstaklega á eftir, virtist honum þó heldur meiri
en ,,túrarnir“ sem hann hafði tekið áður.“
Þessi Dani reynir að svala forvitni hæstaréttar varð-
andi stærð og eðli holunnar í skábretti bruna-bílsins.
Meira er þó vert um framburð hans að því er snertir
ástand Péturs fyrir og eftir brunann. Pétur var fá-
tækur og heilsulítill barnamaður. Ef frásögn hans, sem
hermt er frá í bréfi Karls Kristensens er sönn, um
þriðja eiganda B.S.R., sem Pétur er sýnilega smeyk-
ur við og vill ekki nefna, þá var meira en lítil ástæða
fyrir Pétur að drekkja sorgum sínum í áfengisöldum,
bæði þegar hann hefur ákveðið að brenna bílana og
eftir að hann hefur framið verknaðinn. Hinsvegar er
sannsögulegur sá framburður, að Pétur hafi ekki drukk-
ið daginn, sem hann hefur afráðið að vinna verkið.
Þann dag mátti hann með engu móti láta kjark eða
áræði bila. Sú staðreynd, að mjög valinkunnur eigandi
B.S.R., Jón Guðmundsson, kastar sér í sjóinn eftir
brunann, er beinlínis auðskilin, ef til væri sá mögu-
leiki, að þriðji eigandi fyrirtækisins hafi verið til, en
af einhverjum ástæðum ekki viljað standa á hluthafa-
skrá með Jóni og Agli Vilhjálmssyni, en að hann hafi
af fégirnd, bak við hina viðurkenndu eigendur og að
þeim fornspurðum, samið við hinn blásnauða barna-
mann Pétur Pálsson um að kveikja í bílunum. Jón
Guðmundsson fréttir um brunann, sem honum er ljóst
að muni kasta skugga á hann, þó að hann eigi þar
enga sök. Hann tekur atburðinn svo nærir sér, að
hann vill ekki lifa. Langsamlega torskildasti þáttur-
inn í vinnubrögðum Hermanns Jónassonar og Helga
Tómassonar við rannsókn brunamálsins er, að þeir
skyldu ekki nota til þrautar vitneskjuna í bréfi Kristen-
sens um að í B.S.R. hafi raunverulega verið þriðji eig-
andinn, leyndur en þó valdur að þeim tíðindum, sem
skiptu mestu. Tregða Péturs Pálssonar að segja frá
nafni ,,huldumannsins“ er skiljanleg, ef það var ein-
mitt hann, sem hafði lokkað öreigann út í ólánsverk-
ið. Almannarómurinn hefur frá byrjun haft hneigð
til að sýkna hina tvo viðurkenndu eigendur B.S.R. af
raunverulegri ábyrgð í þessu máli og leita að þriðja
manni, sem væri mótleikari Péturs Pálssonar. Það