Ófeigur - 15.08.1951, Blaðsíða 12

Ófeigur - 15.08.1951, Blaðsíða 12
12 ÖFEIGUR hagshiálum. Ef Island var orðið algerlega ósjálfstætt fjárhagslega hlaut lánardrottinn, eftir alheimsvenjum, þar á meðal í sambandi við veittan sveitarstyrk á Is- landi, að hafa eftirlitsmann hér á landi. Hinar hátíðlegu viðtökur eins af kunnustu ráðherrunum útilokuðu ékki skýringu kommúnista, ef landið var orðið algerlega ó- sjálfstætt í fjármálum. Ménn sem umgengust ríkis- stjórnina og hennar helsta stuðningslið veittu því eftir- tekt, að á þeim vígstöðum var í sambandi við hina margháttuðu erfiðleika alltaf eitt svar á reiðum hönd- um: „Benjamín segir þetta“. I þessum síendurteknu traustsyfirlýsingum kom fram barnslegt trúnaðartraust sem er nokkuð óvanalegt í fari Islendinga þar á meðal í tali hinna æfðu stjórnmálamanna. Eitt fordæmi var þó alkunnugt úr innlendri trúarsögu: Tilbeiðsla Aðal- bjargar á Kristnamurta spámanni, meðan hann sætti sig við að vera guðleg persóna eða að minnsta kosti voldugur alheimsfræðari. Menn sem komu til Ommen, méðan Kristnamurti stóð á hátindi frægðar sinnar, segja að hið tilbeiðslufulla augnaráð frúarinnar hafi nú í vor og sumar endurspeglast í ásjónu Hermanns Jónas- sonar og stallbræður hans er þeir endurtaka töfraorð- in: „Benjamín segir þetta“. Svo að haldið sé iíkingunni með Kristnamurta þá var hann ungur vel menntaður maður. Úrræðamikil fósturmóðir hafði ákveðið, að hann skyldi teljast yfir- náttúrleg persóna og hagaði uppeldi hans eftir því.. Ekki hafði hún lagt áherslu á að hann hefði doktors- nafnbót. Hinsvegar var allur undirbúningur Benjamíns prýðilegur fyrir mann, sem á að leika sérstakt tilrauna- hlutverk hér á landi. Það er að vissu leyti í því efni ávinningur fyrir Benjamín að hafa verið bolsiviki og þar í góðum trúnaði, alveg eins og Páll postuli hafði hinn mesta stuðning í þeirri gyðinglegu menntun, sem hann að vísu afneitaði síðar, þegar hann vann að stofn- setningu kristindómsins. Þegar Kristnamurti hafði séð Aðalbjörgu nógu oft í tilbeiðsluástandi í Ommen, með allar lífsskoðanir Islendinga í sálarhirzlu sinni, ofbauð honum honum sú þjáning, sem fóstra hans vildi á hann leggja með því að gera hann að tilbeiðslufyrirtæki, að hann afréð þá að kasta frá sér heilagleikanum og neita
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.