Orð og tunga - 08.07.2019, Síða 18
6 Orð og tunga
grönnum sérhljóða í stafrófsröð uppflettiorðanna (t.d. a og á).4 Við
tölvuvinnslu orðabóka var slík blöndun bókstafa ekki lengur sjálfgild
eða hentug, og er ólíklegt að nokkur sakni þeirrar röðunar nú.
Í yfir fimm áratugi var Íslensk orðabók eina íslenska einsmáls orða-
bókin sem völ var á fyrir notendur. Greinarhöfundar störfuðu báðir
við endurskoðun Íslenskrar orðabókar í nokkur ár eftir að hún var flutt
í tölvutækt form, og reyndist það dýrmæt reynsla þegar ráðist var
í að búa til önnur orðabókaverk, einkum ISLEX og Íslenska nútíma-
málsorðabók.
2.2.3 ISLEX
Veforðabókin ISLEX5 er sá grundvöllur sem Íslensk nútímamálsorðabók
er byggð á. ISLEX er margmála orðabók með íslenskum uppflettiorð-
um og sex norðurlandamálum sem markmálum: dönsku, norsku
(bæði nýnorsku og bókmáli), sænsku, færeysku og finnsku. ISLEX er
fyrsta íslenska orðabókin sem unnin er eingöngu fyrir vefinn. Það er
samstarfsverkefni sex fræðastofnana: á Íslandi, í Danmörku, Noregi,
Svíþjóð, Færeyjum og Finnlandi. ISLEX var opnuð á vefnum árið
2011, en þetta er fyrsta íslenska orðabókin sem eingöngu er ætluð til
raf rænnar birtingar. Einnig er hún eina núverandi orðabókin sem nær
til svo margra tungumála. Nánari lýsingu á ISLEX-verkefninu er að
finna hjá Þórdísi Úlfarsdóttur (2013).
Efni orðabókarinnar, m.a. uppflettiorð, orðskýringar, orðasam-
bönd og notkunardæmi, hentaði mjög vel til að nota í fleiri tví mála-
orða bækur, og varð það grunnurinn að nýrri íslensk-franskri orðabók
sem hefur verið í vinnslu frá 2014 í samstarfi SÁM og Stofnunar
Vigdísar Finnbogadóttir í erlendum tungumálum. Íslenska ritstjórnin
hafði enn fremur fært inn í ISLEX orðskýringar til að samræma og
auðvelda starf þýðenda í hverju landi fyrir sig, sem varð grunnur að
íslenska skýringarorðaforðanum í einsmálsorðabókinni.
3 Íslensk nútímamálsorðabók
Byrjað var að vinna við Íslenska nútímamálsorðabók snemma árs 2014.
Þetta er fyrsta íslenska einsmálsorðabókin í yfir fimmtíu ár sem er
4 Í Íslenskri samheitaorðabók frá 1985 er þó gerður greinarmunur á grönnum og
breiðum sérhljóðum.
5 Sjá www.islex.is.
tunga_21.indb 6 19.6.2019 16:55:47