Orð og tunga - 08.07.2019, Page 26
14 Orð og tunga
4 Ritstjórnarstefna – orðaforði og orðskýringar
4.1 Orðaforði og málstefna
Þegar orðabók er búin til er mótuð ritstjórnarstefna sem fylgt er við
vinnuna, bæði hvað snertir orðaforðann og orðalagið sem notað er
í skýringum og notkunardæmum. Vanda þarf vel þær upplýsingar
sem gefnar eru enda hafa notendur ríka tilhneigingu til að treysta því
sem stendur í orðabókum.
Orðaforðinn er þungamiðja orðabókarinnar og val hans getur ver-
ið vandmeðfarið. Feitletruðu uppflettiorðin er það sem að jafnaði er
mest áberandi í orðabókinni. Við upphaf vinnu við rafrænar orða-
bækur hjá Orðabók Háskólans (sem síðar varð hluti af SÁM) árið
2005 var nauðsynlegt að huga vel að þessum þætti. Eins og kom
fram í kafla 3.1.1 var við gerð Íslenskrar nútímamálsorðabókar notast
við sérstaklega tilbúinn orðabókarstofn sem skilgreindur var fyrir
ISLEX-verkefnið, en eftir að hann hafði verið lesinn inn í gagnagrunn
orðabókarinnar voru uppflettiorðin unnin áfram eins og áður segir. Í
framhaldi af því var ákveðið að fara út fyrir ramma hefðarinnar hvað
snerti ýmsa þætti; má þar nefna að mörg uppflettiorðin eru tvíyrt eða
margyrt, ekki síst atviksliðir og samtengingar (að fullu, þar af leiðandi),
og miðmyndir og lýsingarhættir sagna voru gerð að sérflettum. Þann-
ig hafa orðmyndirnar ráða, ráðast, ráðandi og ráðinn allar stöðu upp-
flettiorðs.
Þegar hafist var handa við að gera Íslenska nútímamálsorðabók voru
þessi atriði höfð með óbreyttum hætti. Val orðaforðans var stöð-
ugt endurmetið en aðallega var talið nauðsynlegt að bæta inn orð-
um. Ákveðið var að horfa meira til nýlegra orða í tungumálinu, m.a.
óform legs orðaforða úr talmáli, orða af erlendum uppruna, svo og
ný yrða. Mikið af þeim breytingum skilaði sér einnig í ISLEX-orða-
bók ina og hina íslensk-frönsku Lexíu.
Það hefur löngum verið nokkur tregða við að taka inn erlend orð í
íslenskar orðabækur, jafnvel þótt viðkomandi orð séu í virkri notkun
hjá almenningi. Það er endurspeglun þess að í rituðu og töluðu máli
hefur lengi ríkt ákveðin togstreita milli hreintungustefnu og daglegs
tungutaks, eins og Íslendingar virðist almennt vera mjög meðvitaðir
um (sjá t.d. umfjöllun Ara Páls Kristinssonar 2017:69 o.áfr. og 129
o.áfr.). Af þessum ástæðum þarf orðabókarhöfundur að huga að
því hvenær orð af erlendum uppruna er „komið inn“ í íslensku og
hefur öðlast þegnrétt í málinu. Stundum geta orðabækur raunar haft
tunga_21.indb 14 19.6.2019 16:55:49