Orð og tunga - 08.07.2019, Qupperneq 28
16 Orð og tunga
haft eftir Sigfúsi Blöndal (1924:vii) um að menningarleg framþróun
kallaði á „mikinn fjölda nýrra hugtaka og orða á flestum sviðum.“
Til að svara þörfinni hafa mörg ný orð verið búin til, eða þá að gömul
orð hafa fengið nýja merkingu. Þekkt dæmi frá fyrri tíð eru sími, tölva,
lyfta, þota, þyrla og skjár, eins og fram kemur hjá Ara Páli. Nýrri orð
í málinu eru ritrýna, skjáskot, transfólk og rafretta. Þegar notaðar eru
nýmyndanir af þessu tagi í töluðu eða rituðu máli er almennt lítið um
að fyrirvari eða afsökunarbeiðni fylgi, líkt og þegar um afdráttarlausar
erlendar slettur er að ræða þegar fólk talar í fjölmiðlum. Þessi orð
hafa heldur engan merkimiða í orðabókinni þar sem ekki var talin
ástæða til að gefa til kynna sérstakt málsnið með þeim.
Stundum skipta fyrirbærin um heiti, eins og t.d. bráðamóttaka sem
áður hét slysavarðstofa og leikskóli sem nefndist áður dagheimili. Nöfn á
ráðuneytum hafa verið breytileg milli ára (menntamálaráðuneytið varð
mennta- og menningarmálaráðuneytið) og hafa breytingarnar væntan-
lega átt sér stað vegna breytts hlutverks viðkomandi ráðuneytis,
sam runa tveggja eða fleiri ráðuneyta o.s.frv. Slíkar nafnabreytingar
eru stjórnvaldslegar ákvarðanir og gerast skyndilega, og orða bókar-
höfundar hafa stundum orðið að fylgjast með breytingum á þessum
heitum til að notendur fái nýjar og réttar upplýsingar.
4.2 Samhengi íslensku, eldri orðaforði
Eins og heiti Íslenskrar nútímamálsorðabókar gefur til kynna miðast
orða forði hennar og notkunardæmi fyrst og fremst við þann tíma
sem hún er unnin á. Samt var talið nauðsynlegt að einskorða efnið
ekki alveg við nútímaíslensku þar sem tungumálið stendur í raun
ekki einangrað í samtíð sinni, og nútímaíslenska verður ekki svo
auð veldlega aðskilin frá máli fyrri áratuga og alda. Því er einnig að
finna eldri orðaforða í orðabókinni. Meira er fjallað um þennan þátt
í íslenskum orðabókum hjá Þórdísi Úlfarsdóttur og Kristínu Bjarna-
dóttur (2017:4).
Í orðabókinni eru mörg algeng orð úr fornu máli og skáldamáli
(dreyri, drösull, fold og mögur), og enn fremur talsverður orðaforði frá
20. öld sem er ekki í mikilli notkun nú á dögum (framreiðslustúlka,
stælgæi, sóttkveikja og stöðvarbíll). Einnig koma fyrir orð sem tilheyra
gamla bænda- og fiskveiðisamfélaginu, t.d. fráfærur, búandkarl, fjós-
baðstofa, klyfberi, tómthúsmaður, fiskhjallur og útræði. Þarna er m.a. leitast
við að koma til móts við þarfir skólanemenda, sem eru mikilvægur
markhópur verksins, og annarra þeirra sem vilja geta flett upp eldri
tunga_21.indb 16 19.6.2019 16:55:50