Orð og tunga - 08.07.2019, Page 30
18 Orð og tunga
bókmenntafræði, bragfræði, dýrafræði, eðlisfræði, efnafræði,
goðafræði, grasafræði, handritafræði, heimspeki, iðnaður,
jarð fræði, líff ræði, læknisfræði, lögfræði, málfræði, myndlist,
stærð fræði, tölvur, sögulegt, tónlist, tölvur, veðurfræði, við-
skipti/hagfræði, vistfræði og þjóðtrú.
Alls eru 2.900 orð (eða merkingarliðir innan flettugreinar) merkt
sér stöku fagi eða tæp 6% orðaforðans. Því má bæta við að heiti á
plöntum og dýrum, fuglum og fiskum hafa yfirleitt ekki sérmerkingu
enda tilheyra þau í flestum tilvikum almennum íslenskum orðaforða.
Hvað snertir málsnið var áður (í kafla 4.1) minnst á það í tengslum
við orð sem eru merkt óformleg í flettuorðaforðanum. Stundum er talin
ástæða til að upplýsa notandann ef orð tilheyrir ákveðnu málsniði,
þ.e. orðið hefur ekki hlutlausan stíl. Orðið kann að vera gildishlaðið
á neikvæðan hátt, t.d. fylliraftur, greppitrýni og senditík. Í slíkum til-
vikum er orðið merkt niðrandi. Sum orðin eru merkt gamaldags,
t.d. blankskór, býtta og forkelast. Önnur orð eru talin formleg: baðmull,
bifreið, fóthemill. Tuttugu og fjórar mismunandi málsniðsmerkingar
eru notaðar í orðabókinni:
barnamál, formlegt, fornt, gamaldags, gamalt, gamansamt,
gróft , gæluorð, háð, hátíðlegt, í ávarpi, í eldra máli, niðr-
andi, oft í háði, óformlegt, ekki fullviðurkennt mál, niðrandi,
óvirðulegt, sjaldgæft , skáldamál, staðbundið, til áherslu, úrelt
og yfi rfærð merking.
Alls eru um 1.800 orð merkt sérstöku málsniði. Þeim sem áhuga
hafa er bent á almennan fróðleik um málsnið íslensku hjá Ara Páli
Kristinssyni (2017:188–191).
4.5 Orðskýringar
Orðskýringar eru grundvallarþáttur einsmálsorðabókar og þær þurfa
að vera vandaðar. Í Íslenskri nútímamálsorðabók eru 62.400 orð skýr-
ing ar. Uppflettiorðin eru 50.000 og stafar munurinn af því að sum
orðin hafa fleiri en eina merkingu, auk þess sem skýringar eru við
orðasamböndin. Þau orð sem hafa flesta merkingarliði, og þar með
flestar skýringar, eru sagnirnar taka, koma og fara, en hver þeirra hefur
marga tugi merkingarliða. Þau nafnorð sem hafa flesta merkingarliði
eru brot, efni, hlaup og mark.
Orðskýringarnar eiga rót sína að rekja til ISLEX-verkefnisins. Þar
tunga_21.indb 18 19.6.2019 16:55:50