Orð og tunga - 08.07.2019, Side 43
Katrín Axelsdóttir: Áhrifsbreytingar í þágufalli Þórarins 31
(Björn Guðfi nnsson 1964:75–76).5 Nefnt hefur verið að þett a kunni
að vera gömul mállýska; heimild er um framburðinn frá 18. öld, hjá
manni sem fæddist í Borgarfi rði en fl utt ist ungur í Rangárvallasýslu
og skrifaði sögunnar í stað sögurnar (Jón Helgason 1970:359, Kristján
Árnason 2005:409).6 Í umfj öllun um n-framburð er aðeins talað um
greinisviðskeytt ar nafnorðsmyndir, þ.e. myndir með niðurlagi á borð
við -arnir, -irnar og -urnar, þar sem r í beygingarendingu mætir n-i
í viðskeytt um greini. Vera má að framburðurinn hafi einskorðast
við slíkar myndir. En einnig er hugsanlegt að þett a hafi komið víðar
upp, t.d. í þágufallsmyndinni Þórarni: [þou:ranɪ] eða [þou:ran:ɪ].7
Að minnsta kosti eru hér sömu hljóðfræðilegu skilyrðin til staðar.
Stofn þessara hugsanlegu framburðarmynda þágufallsmyndarinnar
Þórarni er, rétt eins og stofninn [þou:ratn], allfrábrugðinn hinum
stofni beygingarinnar, Þórarin-. Hér má minnast þess að nýjungin
Þórarinum er hugsanlega upprunnin í Rangárvallasýslu. Í rannsókn
Björns Guðfi nnssonar (1964:76) voru þeir sem höfðu n-framburð utan
höfuðborgarinnar einkum Rangæingar. Þett a er kannski ekki tilviljun.
Tveir þeirra sem veitt u upplýsingar um beygingu nafnsins Þór-
ar inn í athugun Katrínar Axelsdótt ur (2018) nefndu í framhjáhlaupi
að sér þætt i -arni í Þórarni minna óþægilega á þágufall nafnorðsins
arinn (þeir forðast þó ekki myndina Þórarni). Þett a er það sem hefur
verið kallað óþægilegur samhljómur (e. uncomfortable homophony,
pernicious homophony) og stundum er vísað til þegar leitað er skýringa
á málbreytingum; menn eiga þá til að sneiða hjá slíkum myndum með
5 Sjá einnig Jón Helgason (1929:44) sem talar um vestanvert Suður lands undirlendi
og á þar við sinn samtíma.
6 Eldri heimildir eru um framburðinn. Jón Helgason (1929:44) og Bandle (1956:160–
161) fj alla um ummerki um hann í biblíuþýðingum 16. aldar. Jón telur framburðinn
aldrei hafa náð mikilli útbreiðslu en Bandle telur hann hafa tíðkast víðar en á
Suðurlandi.
7 Í nútímamáli er ekki gerður greinarmunur á framburði n og nn í áherslu leysi. En
slíkur greinarmunur var gerður í fornu máli og heimildir benda til þess að hann
hafi lifað sums staðar fram um 1700 (sbr. hér að framan). Því er eðlilegt að gera
hér einnig ráð fyrir myndinni [þou:ran:ɪ]. — Ritrýni fi nnst óeðlilegt að fj allað sé
um myndir sem engar heimildir eru um; myndin *Þórani hefði átt að koma fram
í söfnun gagna um nafnið ef hún hefði þekkst. Því er til að svara að heimildir um
einstök nöfn eru mjög brotakenndar. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín,
frá upphafi 18. aldar, er góð heimild um karlmannsnöfn síns tíma. Í henni (og
tengdum skjölum frá sama tíma) kemur nafnið Þórarinn ekki fyrir nema þrett án
sinnum í þágufalli (Katrín Axelsdótt ir 2018:26). Hafi myndin *Þórani verið til fyrr
á öldum eru líkurnar á að fi nna hana í heimildum heldur litlar, jafnvel þótt allar
hugsanlegar ritheimildir væru fínkembdar.
tunga_21.indb 31 19.6.2019 16:55:52