Orð og tunga - 08.07.2019, Page 46
34 Orð og tunga
4 Nýjungin Þórarin
Með nýjunginni Þórarin í þágufalli verður beygingarmynstrið þannig
að nefnifall, þolfall og þágufall hafa öll sömu myndina (enginn
munur er nú á Þórarinn og Þórarin í framburði). Ýmis sterkt beygð
karlmannsnöfn hafa í nútímamáli yfi rleitt sömu mynd í nefnifalli,
þolfalli og þágufalli.11 Það á einkum við um ýmis þríkvæð nöfn,
sem sýna þá að því leyti líkindi við Þórarinn. Þett a eru nöfn eins og
Benedikt, Benjamín, Daníel, Jónatan og Valdimar. Þett a mynstur er því til
og setja má upp hlutfallsjöfnu á borð við þessa:
(1) nf./þf.kk.et. Benedikt-Ø : þgf.kk.et. Benedikt-Ø
nf./þf.kk.et. Þórarin-Ø : þgf.kk.et. X; X = Þórarin-Ø
Því miður er lítið vitað um beygingu þessara nafna fyrr á tímum og
eins er oft óvíst hvenær þau bárust í málið, en fl est nöfn sem hafa þett a
mynstur eru tökunöfn.12 Þá er líka óljóst hvenær þágufallsmyndin
Þórarin kemur upp. Hjá Katrínu Axelsdótt ur (2018:23) voru sýnd þrjú
eldri dæmi um þessa nýjung, öll frá síðari hluta 18. aldar, þannig að
myndin var komin upp þá. Sum þeirra tökunafna sem nefnd voru
hér að framan voru örugglega komin inn í málið þá, s.s. Benedikt og
Daníel. Það er hins vegar ekki víst að öll þessi nöfn hafi alltaf haft
endingarlausa þágufallsmynd þótt nú sé yfi rleitt svo; hjá Birni K.
Þórólfssyni (2004) er dæmi um þágufallsmyndina Daníeli frá því
snemma á 19. öld, á vefnum Tímarit.is má sjá nokkur dæmi um Benedikti
frá 19. öld (en endingarlaus þágufallsmynd virðist þó algengari).
Ekki er samt ólíklegt að umrætt mynstur, þ.e. sama mynd í nefnifalli,
þolfalli og þágufalli, hafi tíðkast í ýmsum þríkvæðum nöfnum á þeim
tíma þegar þágufallsmyndin Þórarin kom upp. Það á örugglega við
um nafnið Benedikt. Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín (og
11 Hér og víðar í greininni er rætt um nöfn sem áhrifavalda enda hafa nöfn gjarna
áhrif á beygingu annarra nafna. Nýjungarnar Elíni og Kristíni (í þf. og þgf.) eru t.d.
til komnar fyrir áhrif frá beygingu annarra nafna, þ.e. nafna á borð við Ásdís og
Sigríður. Endingin -s er algengasta eignarfallsending sterkra karlkynsorða. Hún
ætt i því að vera stöðug í orðum sem hafa hana. Í ýmsum nöfnum hefur þó mátt
sjá að -ar kemur upp þar sem áður var alltaf -s (t.d. Ágústar, Haraldar, Þorvaldar).
Þett a þarf ekki að koma á óvart þar sem -ar er tíðari eignarfallsending í mengi
karlmannsnafna (sbr. t.d. Sigurðar, Þórðar, Þorvarðar) en hún er almennt meðal
sterkra karlkynsorða.
12 Ný nöfn eru eðlilega sjaldgæf framan af. Þau komast því sjaldan á blað, hvað þá í
öllum föllum. Í manntölum sjást vitaskuld fl est eða öll nöfn en þar er eðlilega lítið
um annað en nefnifallsmyndir.
tunga_21.indb 34 19.6.2019 16:55:53