Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 47

Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 47
Katrín Axelsdóttir: Áhrifsbreytingar í þágufalli Þórarins 35 tengdum skjölum) frá upphafi 18. aldar kemur nafnið Benedikt níu sinnum fyrir í þágufalli (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1–11, 13 1913–1943, 1990). Í öllum tilvikum er það endingarlaust. Að hafa sömu mynd í nefnifalli, þolfalli og þágufalli er ekki bundið við þríkvæð nöfn því að stöku einkvæð og tvíkvæð nöfn virðast lengi hafa fylgt þessu mynstri, alltaf eða oft ast (Geir, Styr, Þór, Axel, Emil) og mörg tvíkvæð nöfn fylgja því stundum (Ellert, Albert, Gústaf). Vera má að mynstrið hafi áður fyrr verið algengara en það er nú. Valtýr Guðmundsson (1922:52) tiltekur nokkur nöfn sem hann segir oft ast vera án -i í þágufalli. Þar á meðal eru Kjartan, Bergþór og Borgþór, nöfn sem í nútímamáli hafa jafnan -i í þágufalli. En það er auðvitað ekki víst að þessi nöfn hafi verið endingarlaus á 18. öld þótt þau hafi hneigst til þess á dögum Valtýs. Þórarinn er ekki eina nafnið með -inn sem hefur fengið ósaman- dregna og endingarlausa þágufallsmynd. Ýmis dæmi eru í nútíma- máli um þágufallsmyndir á borð við Héðin og Kristin. Þágufallsmyndin Kristin hefur verið til a.m.k. frá því seint á 19. öld, sbr. dæmi sem Björn K. Þórólfsson (2004) tiltekur frá 1875: „handa Kristinn Erlendssyni“. Dæmið er allnokkru yngra en elstu dæmi um þágufallsmyndina Þór- arin sem voru frá síðari hluta 18. aldar eins og áður segir. Hugsanlega er þágufallsmyndin Þórarin fyrirmyndin að myndinni Kristin. En þessu gæti líka verið farið á hinn veginn; e.t.v. á Kristin sér mun lengri sögu en ráða má af heimildum. Þá hafa Reginn, Huginn og Muninn jafnan endingarlausa mynd í þágufalli. Þessi nöfn tíðkuðust ekki sem mannanöfn fyrr en seint svo að þau eru varla fyrirmynd hér. En hvað sem líður tengslum þágufallsmyndarinnar Þórarin og sam- bæri legra mynda í öðrum nöfnum með -inn er ljóst að í málinu hafa um aldir verið til karlmannsnöfn sem höfðu sömu mynd í nefnifalli, þolfalli og þágufalli þótt mynstrið hafi ekki verið algengt. Tíðni mynsturs þarf ekki heldur að hafa svo mikið vægi. Ef orðmynd er á einhvern hátt óheppileg, eins og Þórarni kann að hafa verið (sbr. 3. kafl a), er það kannski aðalatriðið en ekki mynstrið sem tekið er að fylgja. Hvatinn að breyt ingunni felst þá með öðrum orðum í myndinni Þórarni en ekki í stærð eða virkni mynstursins sem arft akinn Þórarin tilheyrir. 13 13 Hér er átt við type frequency en það hugtak hefur stundum verið kallað stærð mengis á íslensku. Með þessu er vísað til fj ölda þeirra orða sem fylgja tilteknu beygingarmynstri. Flokkur veikra sagna sem beygjast eins og kalla er t.d. stærsti fl okkur íslenskra sagna. Beygingarmynstrið er virkt, nýjar sagnir í málinu falla jafnan í þennan fl okk og sagnir sem tilheyra öðrum fl okkum fl ytjast stundum yfi r í hann. tunga_21.indb 35 19.6.2019 16:55:53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.