Orð og tunga - 08.07.2019, Page 48
36 Orð og tunga
5 Nýjungin Þórarini
Þágufallsendingin -i er miklu algengari meðal sterkt beygðra karl-
mannsnafna en endingarleysið sem rætt var í 4. kafl a.14 Hún er ríkjandi
bæði meðal nafna sem hafa samhljóða mynd í nefnifalli og þolfalli
(Halldór, Hákon, Jón, Vigfús) og þeirra sem hafa nefnifallsendingu (Guð-
mundur, Steinn, Páll). Þett a er endingin sem Þórarinn hafði upphafl ega
í þágufalli, Þórarn-i; það sem breytist með nýjunginni Þórarini er að
stofninn er ekki samandreginn eins og áður.
Nafnið Auðun(n) er svolítið áþekkt Þórarinn; bæði enda þau á -Vn.
Í beygingu Auðun(n) er þó ekki brott fall af sögulegum ástæðum;
Auðun(n) er upphafl ega samsett nafn, -un(n) var viðliður (en ekki
afl eiðsluviðskeyti eins og -in- í Þórarinn) og brott fall verður ekki
í slíkum liðum. Þórarini kann að hafa komið upp til samræmis við
Auðuni, en nafnið hefur frá fornu fari verið nokkuð algengt (sbr.
Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson frá Arnarvatni 1991:121):
(2) þf.kk.et. Auðun-Ø : þgf.kk.et. Auðun-i
þf.kk.et. Þórarin-Ø : þgf.kk.et. X; X = Þórarin-i
Jóhannes er þríkvætt nafn eins og Þórarinn. Það hefur þágufallsending-
una -i og kann líka að hafa þjónað sem fyrirmynd. En þótt það sé
vissulega oft svo að lík orð taki að beygjast eins þá þýðir það ekki
að líkindi séu nauðsynleg forsenda. Það má allt eins gera ráð fyrir
að öll karlkyns nafnorð með sama stofn í öllum föllum og þágu-
fallsendinguna -i hafi getað verið fyrirmyndir þegar myndin Þórarini
kom upp. Þessum hópi tilheyra langfl est sterkt beygð karlmannsnöfn.
Nýjungar sambærilegar Þórarini hafa komið upp í beygingu ýmissa
annarra nafna með -inn. Þágufallsmyndum á borð við Héðini og
Kristini bregður stundum fyrir í nútímamáli. Á vefnum Tímarit.is er á
þriðja tug dæma í blöðum gefnum út hérlendis um myndina Kristini,
hið elsta er frá árinu 1931. Nokkur dæmi eru um Héðini, Skarphéðini og
Þráini en þau eru öll frá síðari hluta 20. aldar. Hið sama er að segja um
eina dæmið um Óðini. Elstu dæmi um Þórarini eru frá því snemma
á 20. öld (Katrín Axelsdótt ir 2018:24) og þessi mynd virðist því ívið
eldri. Hugsanlegt er að Þórarini sé eldri en hinar þágufallsmyndirnar
og hafi jafnvel verið fyrirmynd þeirra. Það þyrft i ekki að koma á óvart
þar sem tengsl stofnbrigða eru væntanlega ógagnsærri í nafninu
14 Tölur um þett a liggja ekki fyrir en þett a er auðséð þegar nafnabókum er fl ett . Karl-
mannsnöfn án þágufallsendingar eru í miklum minnihluta.
tunga_21.indb 36 19.6.2019 16:55:53