Orð og tunga - 08.07.2019, Side 51

Orð og tunga - 08.07.2019, Side 51
Katrín Axelsdóttir: Áhrifsbreytingar í þágufalli Þórarins 39 ekki lengur sömu nefnifallsmynd og kvenmannsnafnið Heiður og við liðurinn -heiður sem halda tryggð við hina fornu beygingu.18 Slík dæmi virðast þó ekki vera á hverju strái.19 6 Nýjungin Þórarinum Nýjungarnar sem rætt var um í 4. og 5. kafl a, Þórarin og Þórarini, er hægt að skýra með vísan til áhrifa frá beygingu annarra nafna og þessum breytingum má lýsa með hlutfallsjöfnum, eins og gert var í (1) og (2). Hvorug þessara nýjunga kemur beinlínis á óvart. Hið sama verður ekki sagt um nýjungina Þórarinum. Beygingarendingin -um kemur nefnilega ekki fyrir í eintölubeygingu greinislausra nafnorða. Hún er hins vegar eðlileg í beygingu lýsingarorða (góð-um), fornafna (eng-um) og greinis (strák-n-um, hamr-in-um). Fyrir fram gæti virst ósennilegt að þessir orðfl okkar hefðu haft áhrif á beygingu sérnafns. Hljóðleg líkindi greinis (-inn) og niðurlag nafnsins Þórarinn blasa þó við. Auk þess er vel þekkt að sum fornöfn standa gjarna í námunda við mannanöfn í segðum. Það er því vert að skoða hugsanleg áhrif greinis og fornafna. Fyrst er að líta á greininn. Eins og nefnt var í 3. kafl a er hugsanlegt 18 Þetta tilvik heyrir þó kannski til undantekninga og þessi tiltekna þróun kann að eiga sér sérstaka skýringu: heiði er oft síðari liður í samsett um örnefnum (Hellisheiði, Mosfellsheiði). Í örnefnum eru aukaföllin algengari en nefnifall því að örnefni eru einkum notuð við að lýsa dvöl á stað eða hreyfi ngu til eða frá stað (sbr. t.d. Harald Bernharðsson 2004:25–27). Örnefni með liðnum -heiði koma væntanlega helst fyrir í þolfalli og þágufalli. Það sama á einnig við samnafnið heiði (þeir fóru yfir heiðina, þeir eru uppi á heiði). Myndin heiði (-heiði) er því mjög algeng í beygingu bæði samnafnsins heiði og örnefnanna og því þarf ekki að koma á óvart að þessi mynd hafi borist í nefnifallið, fall sem var sjaldgæfara en önnur. Í kvenmannsnöfnunum (Heiður, Ragnheiður) er á hinn bóginn ekki sú tíðnislagsíða aukafalla sem vænta má í samnafninu og örnefnunum. Samkvæmt Íslenskri orðtíðnibók er nefnifall langalgengasta fall mannanafna, hlutur þess er rúm 67% (Friðrik Magnússon og Stefán Briem 1991:1157). Hefðbundin nefnifallsmynd (með -ur) hefur því eðlilega sterkari stöðu í kvenmannsnöfnunum en hún hafði í samnafninu og örnefnunum. Samnafnið heiði hefur sömu merkingu og liðurinn -heiði í örnefnum og viðbúið að þett a tvennt taki sömu breytingum (sbr. Guðrúnu Þórhallsdótt ur 1997:54). Kvenmannsnöfnin tengir fólk hins vegar varla við samnafnið heiði og örnefni með -heiði. Það hefur komið enn frekar í veg fyrir að kvenmannsnöfnin færu sömu leið. Einnig má telja líklegt að hinn stóri fl okkur annarra kvenmannsnafna sömu beygingar (Sigríður, Ragnhildur) hafi haft verndandi áhrif. 19 Í yfirgripsmiklu riti um eðli nafna er Van Langendonck (2007:167) fáorður um fallbeygingu. Hann nefnir þó að ekki sé mjög algengt að beyging sérnafna víki frá beygingu samnafna. Þegar það gerist sýni sérnöfnin ýmist fornleg einkenni eða nýjungar. Um hið fyrra nefnir hann eitt dæmi og um hið síðara tvö. tunga_21.indb 39 19.6.2019 16:55:54
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.