Orð og tunga - 08.07.2019, Page 56
44 Orð og tunga
á annan hátt . Í (6) er sýnt með undirstrikun hvar hljóðlíkindi er að
fi nna í hverju falli í lok hvers orð í rununni hann Þórarinn minn (sem
felur nátt úrlega í sér runurnar hann Þórarinn og Þórarinn minn).
(6) nf. hann Þórarinn minn
þf. hann Þórarin minn
þgf. honum Þórarni mínum
ef. hans Þórarins míns
Þarna sker þágufallsmyndin Þórarni sig úr en með nýjunginni Þór-
arinum verður til einhvers konar samræmi við önnur föll. Vera má
að rímmyndun sem framkallar samræmi á þennan hátt sé viðbúnari
breyting en rímmyndun þar sem engan slíkan „þrýsting“ er að fi nna.
Nú má spyrja hvort ekki mætt i þá búast við áþekkum breytingum
á beygingu allra mannanafna þar sem fyrir eru hljóðlíkindi við
persónufornafn og/eða eignarfornafn einhvers staðar í beygingunni.
Hefði t.d. ekki verið viðbúið að upp kæmi þolfallsmyndin *Þórunna
í beygingu nafnsins Þórunn, af því að í runu á borð við hún Þórunn
mín eru hljóðlíkindi í nefnifalli, þágufalli og eignarfalli (sbr. t.d. henni
Þórunni minni)? Vissulega eru engar heimildir um þolfallsmyndina
*Þórunna (sem hefði getað orðið til fyrir áhrif hana og/eða mína). Og
það er ekkert sérstaklega líklegt að sú mynd komi upp, rímmyndun
er sjaldgæft fyrirbæri. En þett a þýðir þó ekki að hugmyndinni um
áhrif rímmyndunar í sögu nafnsins Þórarinn beri að hafna. Kannski
kom hún aðeins upp í beygingu nafnsins Þórarinn af því að önnur
breyting (dæmigerð áhrifsbreyting, þ.e. áhrif frá orðum með greini)
hjálpaði til.28
Með tilkomu nýjungarinnar Þórarinum verður til beygingarmynstur
sem þekktist ekki áður. Nýja beygingin, Þórarinn – Þórarin – Þórarinum
28 Ritrýnir nefnir að síðari hluti myndarinnar Þórarinum samsvari þágufallsmyndinni
arinum sem dæmi séu um í beygingu orðsins arinn og veltir fyrir sér hugsanlegu
sambandi. Tengsl þarna á milli eru heldur ósennileg. Á vefnum Tímarit.is eru
nokkrir tugir dæma í blöðum gefnum út á Íslandi um myndina arinum, frá um 1900
og frá 20. öld. Um fj órðungur dæmanna er arinum í þgf.ft . án greinis, í stað hins
viðbúna örnum. Þau dæmi skipta ekki máli hér þótt þau séu vissulega forvitnileg.
Afgangur dæmanna um arinum er í þgf.et. með greini. Myndin er sérkennileg og
að öllum líkindum er hér um að ræða prentvillur, fyrir hina hefðbundnu mynd
arninum eða þá hina ungu ósamandregnu mynd arininum; í allmörgum tilvikum
kemur önnur hvor þessara mynda fyrir í sama texta og arinum. En jafnvel þótt
gert sé ráð fyrir því að myndin arinum hafi tíðkast í raun og veru í þgf.et. þá er
tímans vegna ósennilegt að arinum sé fyrirmynd Þórarinum. Myndin Þórarinum
hefur verið komin til sögunnar fyrir 1700 en dæmin um arinum eru ung.
tunga_21.indb 44 19.6.2019 16:55:55