Orð og tunga - 08.07.2019, Page 57
Katrín Axelsdóttir: Áhrifsbreytingar í þágufalli Þórarins 45
– Þórarins, líkist vissulega mjög beygingu ýmissa karlkynsnafnorða
með greini (sbr. biskupinn – biskupinn – biskupinum – biskupsins). En
beyging nafnsins Þórarinn varð þó ekki alveg sambærileg; eignar-
fallsmyndin *Þórarsins er a.m.k. ekki þekkt og nýja beygingin hlýtur
því að teljast einstök. En það er ekki einsdæmi að til verði einstakt
beygingarmynstur í kjölfar áhrifsbreytinga þótt vissulega sé miklu
algengara að við þær sameinist beygingar alveg öðrum mynstrum.
Hér má t.d. nefna beygingarþróun sagnarinnar fela (sjá Guðrúnu
Þórhallsdótt ur 2013); sú sögn hefur tekið ýmsum áhrifsbreytingum
en hefur þó ekki sameinast alveg neinu beygingarmynstri. Þórarinum
er einkum eft irtektarverð mynd fyrir þær sakir að þett a er nýjung sem
stríðir gegn því sem gengur og gerist í málinu; mannanöfn hafa ekki
þágufallsendinguna -um nema í undantekningartilvikum (þ.e. þegar
bætt er við þau greini við sérstakar aðstæður, sbr. dæmi í nmgr. 20).
Myndin hlýtur því að teljast óvænt. Hið sama gildir, og jafnvel enn
frekar, um nýjungina Þórarininum sem fj allað verður um næst.
7 Nýjungin Þórarininum
Myndin Þórarininum er sérkennileg og ekki verður séð að hægt
sé að gera ráð fyrir dæmigerðri áhrifsbreytingu (hlutfallsjöfnu) til
að varpa ljósi á tilurð hennar. Í 6. kafl a var nefnt að ódæmigerðar
áhrifsbreytingar væru margs konar. Ein gerðin hefur verið kölluð
blöndun (e. blending, contamination) og hún kann að hafa komið við
sögu hér.29 Í slíkum tilvikum er tiltekin nýjung blendingur úr öðrum
orðmyndum sem til eru fyrir í málinu. Títt nefnt dæmi er lat. grevis
‘þungur’, úr gravis ‘þungur’ og levis ‘létt ur’. Það sem blendingar eiga
sameiginlegt (svo fremi þeir séu ekki búnir til af ásett u ráði, sbr. hér á
eft ir) er að einhvers konar trufl un eða mistök eiga sér stað við myndun
(e. production). Þett a eru því nýjungar sem eiga sér rætur í mismælum.
Orðið sem veldur því að menn villast af leið við myndunina er oft
náskylt hinu orðinu merkingarlega eða þá andheiti þess (sbr. gravis/
grevis og levis).
29 Sumir gera greinarmun á blending og contamination, aðrir ekki (sjá t.d. umfj öllun
hjá Fertig 2013:62). Hér er farið að dæmi þeirra sem líta á þett a sem eitt . Þeir sem
gera greinarmun á þessu tvennu skilgreina hugtökin ekki allir á sama hátt eins
og rakið er hjá Fertig (2013:62). Þannig nota t.d. margir hugtakið blending aðeins
þegar orð er búið til af ásett u ráði með því að blanda saman orðum (eins og e. smog
úr smoke og fog) en annars konar skilningur þekkist líka. Ef þörf er á að tiltaka að
blendingsmynd sé búin til af ásett u ráði mætt i tala um viljandi blöndun.
tunga_21.indb 45 19.6.2019 16:55:55