Orð og tunga - 08.07.2019, Page 89
Þórhalla og Whelpton: Samspil máls og merkingar 77
þeirra á litrófinu er mjög lík. Þetta er í samræmi við nið ur stöður
annarra athugana sem sýna að þegar kemur að litanafn giftum eru
mál yfirleitt samstiga í skiptingu litrófsins, svo sem þegar ger mönsk
mál eru borin saman (Majid o.fl. 2015) eða opinber mál og erfða mál
(Þórhalla Guðmundsdóttir Beck og Matthew Whelpton 2018).
Þegar farið er nánar í saumana á gögnunum, bæði úr LÍS og EoSS,
koma hins vegar í ljós fjölbreyttar aðferðir til þess að lýsa litbrigðum.
Sumar aðferðir íslenska táknmálsins til nýmyndunar eru einkennandi
fyrir táknmál og þá jafnframt einstakar meðal þeirra mála sem hér er
fjallað um. Orðmyndunaraðferðir sem teljast hefðbundnar frá sjón ar-
horni raddmála, s.s. samsetningar, finnast þó einnig í íslenska tákn-
málinu, en ekki í jafn miklum mæli og t.d. í íslensku. Þessar mis mun-
andi aðferðir hafa helst áhrif á jöðrum þeirra sviða sem litaheitin
spanna í litrófinu þar sem óvissa er um skilgreiningar á litbrigðum,
t.d. á milli blás og græns.
Niðurstaðan virðist því vera sú að munur á litaskilgreiningum
fyrir finnist í þessum málum sem að einhverju leyti byggist á tungu-
málinu sjálfu, þrátt fyrir mikil líkindi í kjarnaskilgreiningum á litum í
samræmi við niðurstöður Berlins og Kays.
2 Bakgrunnur
Þau litbrigði sem Berlin og Kay skilgreindu sem grunnliti eru ellefu
talsins: ‘svartur’, ‘hvítur’, ‘rauður’, ‘gulur’, ‘grænn’, ‘blár’, ‘brúnn’,
‘grár’, ‘bleikur’, ‘fjólublár’ og ‘appelsínugulur’. Í gögnum sínum töldu
þeir sig einnig sjá ákveðna þróun sem þeir settu fram í sjö stigum sem
tilgreind eru í Töflu 1.
I II III IV V VI VII
svartur
hvítur
rauður gulur/
grænn
grænn/
gulur
blár brúnn grár
bleikur
fj ólublár
appelsínu gulur
Tafla 1: Þróunarstig Berlins og Kays.
Í Töflu 1 má sjá upprunalega gerð þróunarkenningar Berlins og Kays
frá 1969 (1999 [1969]:4). Samkvæmt henni getur mál haft minnst tvö
grunn litaheiti (stig I: svartur/dökkur, hvítur/ljós) og flest ellefu (stig
VII: svartur, hvítur, rauður, gulur, grænn, blár, brúnn, grár, bleikur,
fjólu blár, appelsínugulur). Síðan hefur þessi þróunarröð verið nokkuð
tunga_21.indb 77 19.6.2019 16:56:00