Orð og tunga - 08.07.2019, Page 91
Þórhalla og Whelpton: Samspil máls og merkingar 79
3. Notkun grunnlitaheitis er ekki bundin við afmarkað
svið; t.d. jarpur og kolóttur sem eru nær einungis notuð
um dýraliti (háralit).
4. Grunnlitaheiti verður að vera nærtækt (e. salient) öllum
málhöfum, þ.e. þegar fólk er beðið að gera lista yfir
grunnlitaheiti birtist það oftast mjög ofarlega í slíkum
listum, það vísar í sama hluta litrófsins hjá flestum
málhöfum og það er til í orðaforða allra málhafa.
Aukaviðmiðin eru notuð til þess að skera úr um stöðu litaheitisins ef
enn leikur vafi á henni eftir að aðalviðmiðin hafa verið skoðuð. Þau
eru einnig fjögur:
1. Öll grunnlitaheiti ætt u að hafa sömu orð mynd unar-
möguleika; til dæmis eru orðin bláleitur og rauðleitur til í
málinu en ekki *túrkisleitur.
2. Litaheiti sem hafa einnig merkingu sem hluta heiti eru
vafasöm; til dæmis eru sítrónulitur eða krem lit að ur ekki
líkleg til að vera grunnlitaheiti.3
3. Erlend tökuorð eru einnig ólíkleg til að vera grunnlita-
heiti, t.d. órans, beis eða lilla.
4. Ef staða litaheitisins með tilliti til framangreindra við-
miða er enn óljós má gefa innri gerð orðsins meira vægi.
Þetta myndi útiloka öll samsett eða afleidd orð.
Umræða um merkingarfræði lita hefur á síðustu árum að miklu leyti
snúist um gagnrýni á kenningar Berlins og Kays og aðferðafræði
þeirra. Þegar þeir gerðu rannsóknina sem fyrsta bókin um grunnlita-
heiti byggðist á, sem og seinni rannsókn sem nefndist World Color
Survey (Kay o.fl. 2011), notuðu þeir þá aðferð (sem upphaflega var
fengin frá Lenneberg og Roberts 1956) að láta þátttakendur annars
vegar nefna spjöld með litum (nafngiftir voru frjálsar) og hins vegar
að velja svo kallaðan kjörlit (e. focal colour), þ.e. það litbrigði sem
þátttakendur töldu vera mest lýsandi eða dæmigerðast fyrir það
litaheiti sem nefnt var. Telja margir að þessi aðferð sé undir sterkum
áhrifum frá tæknilegum lýsingum á litum, t.d. skiptingu litrófsins í
3 Hér kemur eðli enskunnar aftur upp á yfirborðið en algeng aðferð til nýmyndunar
í litaheitum meðal enskumælandi er að taka hlutaheiti upp beint sem litaheiti.
Þannig geta hlutaheiti eins og apricot ‘apríkósa’, chocolate ‘súkkulaði’, olive ‘ólífa’,
pear ‘pera’, og plum ‘plóma’ alveg eins verið notuð óbreytt sem litaheiti.
tunga_21.indb 79 19.6.2019 16:56:01