Orð og tunga - 08.07.2019, Qupperneq 93
Þórhalla og Whelpton: Samspil máls og merkingar 81
á annað borð orð til þess að lýsa tilbrigðum fyrirbærisins ‘litur’ er
hægt að kortleggja þennan orðaforða og bera saman, án áhrifa frá
öðrum þáttum sem tengjast þessum hugtökum: menningartenging-
um, uppruna orðanna sjálfra og/eða málfræðigerðar. Ef orð X í máli
A er notað yfir sömu litbrigði og orð Y í máli B ætti að vera óhætt að
draga þá ályktun að það hafi sömu merkingu, að minnsta kosti hvað
varðar litbrigði. Því ákváðu upphafsmenn rannsóknarinnar Evolution
of Semantic Systems (EoSS) að nýta sér þessa aðferð. Þetta verkefni
Max Planck stofnunarinnar í Hollandi var í gangi árin 2011 og 2012,
og gögnum var safnað úr yfir fimmtíu indóevrópskum málum (Dunn
2013). Markmiðið var að kortleggja litrófið innan hvers máls fyrir sig
og merkja kjarna hvers litahugtaks til þess að sjá hvaða litbrigði eiga
heima undir hvaða litaheiti. Yfirleitt hafa rannsóknir í þessum anda
verið gerðar á ólíkum málum, en tilgangur EoSS var að athuga hvort
hægt væri að sjá mynstur í merkingarþróun og merkingarskiptingu
eftir skyldleika málanna og/eða landfræðilegri nálægð. Til þess voru
valdir fjórir merkingarflokkar (merkingartengsl): orð yfir líkamshluta
(parta hluta), ílát (tegundir hluta), staðsetningu (hvernig hlutir tengj-
ast) og liti (eigindi hluta), en hér verður nær einungis fjallað um
litina (varðandi umfjöllun um hina merkingarflokkana, sjá t.d. Majid
o.fl. 2015, Whelpton o.fl. 2015, Vejdemo o.fl. 2015, Vejdemo 2017, og
Zimmermann o.fl. 2015).
3 Rannsóknin
Í þessum kafla verður sagt frá þátttakendum í rannsókninni sem hér
er fjallað um (3.1), gagnasöfnun (3.2), og úrvinnslu gagnanna (3.3).
Gögnum fyrir íslenska táknmálið var safnað í Reykjavík fyrir verk-
efnið Litir í samhengi sem studdist við verklag og aðferðafræði EoSS.
Samanburðargögn í tveim raddmálum, íslensku og breskri ensku,
voru fengin úr EoSS.
3.1 Þátttakendur
Í rannsókninni EoSS er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi málið, sem
prófað er í, sem fyrsta mál (móðurmál) í ljósi þess að líklegt er að
innsæi slíkra málhafa og tilfinning fyrir málinu sé áreiðanlegust. Í
tákn málssamfélagi er þessi krafa vandkvæðum bundin, aðallega
vegna þess að þeir sem telja táknmál sinn aðaltjáningarmáta („fyrsta
tunga_21.indb 81 19.6.2019 16:56:01