Orð og tunga - 08.07.2019, Page 94
82 Orð og tunga
mál“) hafa í langfæstum tilfellum lært það frá foreldrum sínum
og oft ekki fyrr en talsvert er liðið á máltökuskeið, t.d. við upphaf
skólagöngu. Sumir, t.d. Neidle o.fl. (2000:13), gera þá kröfu að til að
geta talist málhafi táknmáls með táknmál að fyrsta máli eigi hann
foreldra sem tali táknmál að fyrsta máli en aðrir setja fram vægari
skilyrði, t.d. að heyrnarlaus geti talist málhafi táknmáls ef hann hefur
byrjað að læra málið fyrir þriggja ára aldur, er hæfur til að dæma
um gildi setninga eða annarra myndana og hefur verið virkur þátt-
takandi í táknmálssamfélaginu í meira en tíu ár (Mathur og Rath-
mann 2006). Sem dæmi um hversu miklu máli þetta getur skipt má
nefna að einungis 3% málhafa ástralska táknmálsins (e. auslan) eiga
táknmálstalandi foreldra eða eldri skyldmenni (Johnston 2006), en
samkvæmt upplýsingasíðu áströlsku hagstofunnar, .id (2019), sögðust
10.118 nota táknmál heima í manntali 2011. Það þýðir að málhafar
auslans samkvæmt hinni hefð bundnu skilgreiningu eru einungis um
þrjátíu í allri Ástralíu. Heild arfjöldi málhafa íslenska táknmálsins er
einungis rétt um 300 manns (Rannveig Sverrisdóttir og Kristín Lena
Thorvaldsdóttir 2016:209) svo að augljóst er að ekki er hlaupið að því
að finna málhafa eftir hinum hefðbundnu skilyrðum sem farið er eftir
við rannsóknir á raddmálum. Rannsakandi í LÍS var heyrandi sem
talar íslenskt táknmál sem annað mál.
Í Töflu 2 má sjá tölfræði yfir þátttakendur í LÍS (íslenskt táknmál
= ÍTM) og samanburð við þátt takendur í EoSS (Íslenska = ÍSL, enska
= ENS). Tölur innan sviga tilgreina fjölda þátttakenda sem voru ekki
taldir með vegna litblindu.
Fjöldi þátt -
takenda
kk kvk Aldurs-
bil
Meðal-
aldur
Miðgildi
aldurs
ÍTM 21 (0) 14 7 25–59 43 48
ÍSL 21 (2) 11 10 19–57 29 25
ENS 20 (2) 11 9 19–31 22 21
Tafla 2: Tölfræði þátttakenda.
Í EoSS var leitast við að fá þátttakendur úr hópi fyrsta árs nema í
háskóla, en ekki var hægt að gera þá kröfu þegar þátttakenda var leitað
fyrir LÍS. Því er meðalaldur og miðgildi aldurs í táknmálshópnum
nokkuð hærri en í EoSS-hópunum tveim, þó að aldursbilið á milli
yngsta og elsta þátttakanda í íslenska hópnum hafi verið svipað og í
táknmálshópnum.
tunga_21.indb 82 19.6.2019 16:56:01