Orð og tunga - 08.07.2019, Page 98
86 Orð og tunga
nýmyndunaraðferðir sem nýttar eru af málhöfum til þess að auka við
orðaforðann athugaðar (4.5). Niðurstöður eru í grófum dráttum þær
að þau svæði sem litahugtökin ná yfir eru almennt mjög svipuð á
milli málanna, en í nafngiftum á jöðrum grunnhugtakanna kemur þó
fram nokkur fjölbreytni, sérstaklega í litaheitunum sjálfum þar sem
mismunandi orðmyndunaraðferðir eru nýttar. Ráðandi heiti í íslensku
táknmáli sem komu fram í þessari skoðun eru ellefu: svartur, hvítur,
rauð ur, gulur, grænn, blár, brúnn, grár, bleikur, fjólublár og
appel sínugulur (sjá Mynd 2).
Mynd 2: Ráðandi litaheiti í ÍTM.
4.1 Tölfræði
Í tölfræðigreiningu höfum við fylgt fordæmi Majid o.fl. (2015) og
Malt o.fl. (1999) og notað fylgnistuðul Pearsons til að reikna líkindi
í nafngiftum á milli málanna.6 Það er gert þannig að fyrst er gerður
samanburður á öllum svörum eins þátttakanda til þess að komast að
því hvaða reiti hann nefnir sama nafni. Fyrir svör sem eru eins (t.d.
„grænn“/„grænn“) er gefið 1 en svör sem eru öðruvísi (t.d. „grænn“/
6 Greiningin sem hér er sett fram er byggð á stöðu gagna í september 2017, og gerð
í reikniforritinu R, útgáfu 3.3.2 (2016-10-31). Við viljum þakka Michael Dunn, Joe
Jalbert og Helga Guðmundssyni fyrir aðstoð við R-greininguna. Allar villur eða
misskilningur er á okkar ábyrgð.
tunga_21.indb 86 19.6.2019 16:56:02