Orð og tunga - 08.07.2019, Qupperneq 101
Þórhalla og Whelpton: Samspil máls og merkingar 89
eða eggplant ‘eggaldin’ (þ.e. rjómalitur, laxalitur, eggaldinslitur),7 en
í íslenska táknmálinu eru fleiri samsetningar eins og t.d. vín lit ur,
ferskjulitur, þó fyrir komi að hlutaheiti séu líka notuð sem lita-
heiti beint, t.d. gras, húð, appelsín (þ.e. graslitur, húðlitur, appel-
sín litur).8 Þá eru aðeins talin tákn sem notuð eru sem litaheiti, en
ekki þegar íslensk orð eru stöfuð með fingrastafrófi táknmálsins (t.d.
m.o.s.i.).
Ráðandi heiti eru einnig mismörg í þessum málum en í flestum
tilfellum er um að ræða eitthvert af þeim litaheitum sem Berlin og
Kay skilgreina sem grunnlitaheiti. Öll málin höfðu tíu af þeim sem
ráðandi heiti: ‘hvítur’, ‘rauður’, ‘gulur’, ‘grænn’, ‘blár’, ‘brúnn’, ‘grár’,
‘bleikur’, ‘fjólublár’ og ‘appelsínugulur’. Litaheitið ‘svartur’ kom ekki
fram sem ráðandi heiti í íslenska raddmálinu eða ensku. Málhafar
þeirra mála kölluðu dekksta litbrigðislausa spjaldið (reitur D0 á Mynd
1) mun oftar ‘grátt’ en ‘svart’. Í íslenska táknmálinu kom svartur
fram eins og búist var við. Íslenska raddmálið og enskan höfðu líka
ráðandi heiti sem ekki myndu teljast til grunnlitaheita. Í ensku var
peach ‘ferskja’ (þ.e. ferskjulitur) sett í reit A2 og maroon ‘rauðbrúnn’
(upphaflega kastaníuhnetulitur) í reit D1, og í íslenska raddmálinu
kom húðlitur fram í A2 sem er sami reitur og peach í enskunni.
Frekari umfjöllun um samspil orðanna peach og húðlitur má sjá hjá
Zimmermann o.fl. (2015). Í íslenska táknmálinu voru ráðandi heiti
einungis þau ellefu sem Berlin og Kay skilgreina sem grunnlitaheiti.
Hvað snertir tökuorð eru íslenska raddmálið og táknmálið aftur
fremur svipuð, enda eru flest tökuorðin í báðum málunum úr ensku.
Í íslenska táknmálinu voru tökuorð bæði notuð sem tákn (túrkis) og
stöfuð (l.i.m.e., b.e.i.s.).
Af þessari stuttu yfirferð yfir samsetningu orðaforðans sem komið
hefur fram í þessum rannsóknum í þeim málum sem við fjöllum um
hér er ljóst að mismunandi aðferðir eru nýttar til þess að skilgreina
nákvæmari blæbrigði litrófsins.
4.3 Kjörlitur
Val á kjörlit merkir ákveðinn kjarna í litahugtaki, hið dæmigerða ein-
tak. Þegar verkefnið var lagt fyrir þátttakendur var litunum 84 raðað
7 Ensk litaheiti eru ekki þýdd með venjulegum íslenskum litarheitum þar sem
markmið greinarinnar er að bera saman litakerfi tungumála og nákvæm þýðing
því ekki alltaf æskileg.
8 Táknið vísar í drykkinn appelsín, ekki ávöxtinn.
tunga_21.indb 89 19.6.2019 16:56:03