Orð og tunga - 08.07.2019, Page 103
Þórhalla og Whelpton: Samspil máls og merkingar 91
4.4 Nærtæk höfuðheiti
Hér að framan skoðuðum við hver litaheitanna væru ráðandi fyrir
hvern reit, þ.e.a.s. hvaða litaheiti var oftast nefnt þegar þátttakendum
var sýnt tiltekið spjald. Gallinn við að nota þá aðferð, þ.e. að finna þau
litaheiti sem eru mest áberandi er að þó að ákveðið litaheiti sé efst á
lista fyrir tiltekinn reit er það ekki endilega nærtækt öllum málhöfum.
Gott dæmi um það er maroon í ensku, en það var skráð sem ráðandi
heiti fyrir reit D1. Hins vegar nefndu aðeins sex af átján þátttakendum
þetta litaheiti og jafn margir nefndu red. Önnur litaheiti sem voru til-
nefnd sem heiti á þessum lit voru purple (5), burgundy ‘vínrauður’ (2),
brown (1) og crimson ‘djúprauður’.9 Til þess að líklegra væri að þau
litaheiti sem við erum að skoða séu töm öllum eða flestum málhöfum
voru sett prósentumörk sem litaheitið þurfti að ná til þess að það væri
skráð í þessari atrennu. Ákveðið var að til þess að litaheitið komist á
blað þyrfti það að fá í það minnsta 80% af tilnefningum fyrir reitinn.
Þannig detta bæði maroon og red út af enska kortinu í reit D1. Þegar
ekkert litaheiti er nefnt fyrir reit í 80% tilfella eða meira er sá reitur
skilinn eftir auður. Þeir reitir sem hafa sama litaheiti eru tengdir saman
og þannig birtist smám saman kort af þeim litaheitum sem hafa mest
sammæli. Á Mynd 4 sést kortið sem verður til þegar sammæli hefur
verið reiknað fyrir alla reitina í ensku gögnunum.
Mynd 4. Sammæliskort litaheita fyrir ensku.
Skýrt afmörkuð svæði sýna tíu nærtæk höfuðheiti: white (A0), grey
(B-C0), red (C1), orange (B2-3), brown (D2-D4), yellow (A4-B5), green
(B6-D11), blue (A13-D15), purple (D16-D19), og pink (A18-A20). Eins
og við höfum minnst á áður kom black ekki fram sem ráðandi heiti og
nær því ekki inn á þetta kort.
Þegar sambærilegt kort fyrir íslenska táknmálið er skoðað, Mynd
9 Samtals er þetta 21 tilnefning, sem er meira en þátttakendurnir 18. Þetta er algeng
tilhneiging í gögnunum í öllum tungumálunum. Annars vegar vegna þess að
samsetningar eru klofnar niður, svo svarið „rauðbrúnn“ frá einum þátttakanda
fyrir eitt litbrigði verður tvær tilnefningar, rauður og brúnn. Hins vegar vegna
þess að þátttakendur nefna stundum fleiri en eitt litaheiti, t.d. „Brúnn, ja, eða
dökkrauður.“ sem verður einnig að tveim tilnefningum, brúnn og rauður.
tunga_21.indb 91 19.6.2019 16:56:04