Orð og tunga - 08.07.2019, Page 104
92 Orð og tunga
5, koma fram sömu litaheiti (sambærileg þeim ensku á íslensku tákn-
máli) og á nokkurn veginn sömu svæðum, en athygli vekur að tákn-
málssvæðin eru þó nokkuð stærri en þau ensku, og vafasvæði á milli
litaheita virðast mun minni. Þetta kemur að mestu leyti til vegna þess
hvernig gögnin eru skráð. Eins og við sáum hér að framan var stór
hluti litaorðaforða sem fram kom í ensku sérstæð undirheiti á borð
við turquoise ‘túrkislitur’, lime ‘límónulitur’ og maroon ‘rauðbrúnn’.
Slík litaheiti eru meira notuð á jöðrum litasvæðanna sem veldur því
að hlutfall almennu litaorðanna eins og red og blue minnkar sem
nemur fjölda undirheitanna, og þau svið sem almennu litaheitin ná að
merkja sér verða þrengri. Hins vegar virðist vera algengara í íslenska
táknmálinu að samsetningar og afleiðslur með höfuðheitunum séu
mest notaðar til þess að merkja jaðarlitbrigði og því stækka svið al-
mennu litaheitanna (höfuðheitanna) þegar sam setn ing arn ar/af leiðsl-
urnar hafa verið skornar niður samkvæmt verk lagi EoSS. Það hversu
einstök höfuðheiti eru mörg (sbr. Töflu 3) í ís lenska táknmálinu virðist
því ekki endurspegla eins mikla notkun sér stæðra undirheita eins og
í ensku.
Mynd 5. Sammæliskort litaheita fyrir íslenskt táknmál.
Þegar kortið fyrir íslenska raddmálið er skoðað, Mynd 6, styrkist þessi
grunur.
Mynd 6. Sammæliskort litaheita fyrir íslensku.
Jaðarsvæðin í íslenska raddmálinu eru miklu minni en í hinum tveim
málunum vegna þess að sá hluti litaorðaforðans sem telst undir heiti er
nær eingöngu samsetningar á borð við blágrænn, rauð gulur, dimmblár,
skærbleikur, sem eru smættaðar niður. Þá verða nær eingöngu eftir
þau litaheiti sem samsvara grunnlitaheitum hjá Berlin og Kay og
þeir reitir, sem þessi almennu heiti, rauður, grænn, gulur, o.s.frv. ná að
eigna sér, verða fleiri og svið þeirra stækka.
tunga_21.indb 92 19.6.2019 16:56:04