Orð og tunga - 08.07.2019, Síða 106
94 Orð og tunga
Mynd 8. Höfuðheiti í íslensku táknmáli dregin af hlutaheitum.
Í nýmyndunum í íslensku og ensku eru aðallega tvær orðmyndunar-
aðferðir notaðar, samsetningar og afleiðslur. Slíkar orðmyndun ar-
aðferðir eru einnig notaðar í íslenska táknmálinu. Í dæmunum hér
fyrir neðan má sjá fjórar teg undir samsetninga sem fundust í íslensku
táknmálsgögnunum.
a. skærgulur, dökkgulur
b. rauðbrúnn, blágrænn
c. vínrauður
d. baby-blár
Í fyrsta lagi er þar um að ræða tilbrigði í birtustigi/mettun (a), í öðru
lagi blöndur litbrigða (b), í þriðja lagi litbrigði kennd við hlut sem
hefur einkennandi lit (c) og litbrigði tengd við hluti eða hugtök sem
ekki hafa endilega ákveðinn lit (d). Þessar samsetningategundir finn-
ast almennt í öllum málunum sem hér voru skoðuð og myndu telj ast
almennasta aðferðin til að mynda ný orð úr öðrum orðum sem þegar
eru til í orðaforðanum.
Þegar kemur að afleiðslum verður málið flóknara þar sem sértækar
málfræðireglur sem geta verið mismunandi milli mála koma meira
við sögu. Engar afleiðslur fundust í íslensku EoSS-gögnunum, en þó
nokkrar í þeim ensku. Annars vegar núllafleiðslur, þar sem nafnorð
eru nýtt óbreytt sem lýsingarorð (charcoal ‘kol’, lemon ‘sítróna’, seafoam
‘sjávarlöður’ (þ.e. kolalitur, sítrónulitur og sjávarlöðurslitur)), og hins
vegar afleiðslur með viðskeytunum -y og -ish (yellowy, reddish). Eins og
minnst var á hér að framan fundust nokkrar núllafleiðslur í íslenska
tákn mál inu (appelsín, gras, húð (þ.e. appelsínlitur, graslitur, húð lit-
ur)) en mest áberandi voru sérstakar tákn málsafleiðslur: tvenns kon ar
á herslu breytingar. Þessar afleiðslur eru einkennandi fyrir mynd ana-
hneppi (e. simultaneous features) tákn málsins (Sutton-Spence og Voll
1998:158–160). Á Mynd 9 má sjá þessar háttarafleiðslur sem komu
fram í íslensku táknmálsgögnunum.
tunga_21.indb 94 19.6.2019 16:56:05