Orð og tunga - 08.07.2019, Page 107
Þórhalla og Whelpton: Samspil máls og merkingar 95
Mynd 9. Táknið blár og tvær háttarafleiðslur.
Annars vegar voru táknin framkvæmd með lengdri hreyfingu (-dreg-
ið) og augabrúnir settar upp, og hins vegar með snöggri hreyf-
ingu (-áhersla) og augabrúnirnar settar niður. Svipaðar aðferðir við
afleiðslu með litaorðum finnast einnig í öðrum táknmálum, t.d. hinu
eistneska þar sem það að hækka augabrúnir og færa höfuð og líkama
aftur á bak fylgir táknum sem vísa í ljósari litbrigði en það að hnykla
augabrýrnar, píra eða jafnvel loka augum, og færa höfuð og lík ama
fram táknar hins vegar dekkri litbrigði (Hollmann 2016:54). Hið sama
á einnig við í nýsjálensku táknmáli, þar sem hægt er að sýna gráðu-
skiptingu í dimmu eða birtu með því að píra augun, ýkja fram burð
og færa niður augabrúnir fyrir dekkri litbrigði en opna augun meira
fyrir ljósari (McKee 2016:372). Í finnsku táknmáli er sama uppi á ten-
ingnum: „Í tákninu sem merkir ‘dálítið blár’ eru aug un aðeins pírð
og hreyfingin er mjög lítil og endurtekin. Í tákninu appelsínugulur!
fyrir ‘sterkur appelsínugulur’ er hreyfingin hraðari og ákveðnari
og munnhreyfingin er sterkari” (Takkinen o.fl. 2016:137–138 þýð.
greinarhöfunda).
Í ensku gögnunum birtust viðskeytin -y og -ish einnig með þeim
lýsingarorðum og nafnorðum sem voru nýtt sem nákvæmari skil-
grein ingar á litbrigðum (t.d. darkish green, milky green) og svo er
einn ig um þessar táknmálsafleiðslur. Auk litaheita birtust þessar af-
leiðsluaðferðir líka með ljós og dökkur, og sterkur og skær.
Dreifing þessara afleiðsluaðferða er þó nokkuð ólík eins og sést í
Töflu 5. Þær eru ekki einungis nýtanlegar fyrir litaheitin sjálf, heldur
einnig önnur lýsingarorð sem notuð eru til þess að lýsa litbrigðum
nánar og meira en helmingur tilfella af -dregið er með tákninu ljós.
Eins og kemur fram hér að framan tengjast látbrigðin ‘ljós’ og ‘dökkur’
að einhverju leyti, en þau látbrigði sem fylgja oftast ‘dökkur’ (auga-
brúnir niður, skarpari hreyfing; áhersla) birtast einnig með táknunum
tunga_21.indb 95 19.6.2019 16:56:05