Orð og tunga - 08.07.2019, Page 108
96 Orð og tunga
skær og ljós. Líklegt er því að merking þeirra sé fremur eitthvað í
átt við ‘mjög; áberandi’ (t.d. blár-dregið, sbr. Mynd 7, ‘áberandi blár’)
og ‘algjör lega; ekkert annað’ (t.d. blár-áhersla, sbr. Mynd 7, ‘blár og
ekkert annað!’).
-dregið -áhersla
ljós 51 grænn 11
blár 11 blár 9
bleikur 8 skær 7
grænn 4 bleikur 5
rauður 4 dökkur 3
fjólublár 3 fjólublár 3
skær 2 gulur 2
appelsína 1 sterkur 2
brúnn 1 rauður 1
grár 1 appelsínugulur 1
ljós 1
dimmur 1
Alls 86 Alls 46
Tafla 5: Tákn sem voru mynduð með afleiðsluaðferðunum -dregið og -áhersla.
5 Lokaorð
Þegar Berlin og Kay gáfu út bók sína um grunnlitaheitin urðu straum-
hvörf í merkingarfræðilegum rannsóknum á litaheitum. Sú hugmynd
að hvert mál, með sínar hefðir, duttlunga og blæbrigði hefði sína
eigin skiptingu hafði fest sig í sessi, ekki síst vegna eðlis litrófsins
sem einnar samfelldrar heildar án greinilegra marka milli ákveðinna
lit brigða, en varð að mestu að víkja fyrir nýjum hugmyndum þar sem
litið er á skynjun sem grundvöll merkingar. Þau tungumál sem fjallað
var um hér, íslenska og enska úr indóevrópsku málaættinni og hið
alls óskylda ís lenska táknmál, virðast styðja þá hugmynd að kjarni
litahugtaka sé nokk urn veginn sá sami, hvort sem um er að ræða
skyld mál eða óskyld, raddmál eða táknmál. Hinn frábrugðni sam-
skiptamáti sem í tákn málinu felst, miðað við raddmálin og byggist upp
á orðum sem mynduð eru með höndum og andliti en ekki röddinni,
virðist ekki hafa áhrif á það hvernig fólk nefnir kjarna litahugtakanna.
Það lýsir sér í því að tölfræðilegur munur á grunnnafngiftum er ekki
marktækur.
tunga_21.indb 96 19.6.2019 16:56:06