Orð og tunga - 08.07.2019, Page 113
Orð og tunga 21 (2019), 101 –128. © Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum, Reykjavík.
Tinna Frímann Jökulsdóttir, Anton Karl Ingason,
Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson
Um nýyrði sem tengjast tölvum
og tækni
1 Inngangur
Í íslenskri málsögu má finna hugmyndir þess efnis, jafnvel settar fram
með nokkru stolti, að íslenska sé nær uppruna sínum en mörg önnur
tungumál því hún hafi, í einhverjum skilningi, að miklu eða mestu
leyti haldist hrein og ómenguð af áhrifum frá öðrum málum (sjá t.d.
umfj öllun Árna Böðvarssonar 1964 og Kjartans G. Ott óssonar 1990).1
Þó að efl aust sé eitt hvað til í þessum staðhæfi ngum er það þó svo
að í gegnum tíðina hefur íslenskur orðaforði, rétt eins og orðaforði
annarra mála, þurft að endurnýjast og taka ýmsum breytingum í
takt við tíðarandann hverju sinni. Því hafa hugtök eins og tökuorð,
aðkomuorð, nýyrði og nýyrðasmíð lengi fylgt íslensku þjóðinni þótt
umræða og viðhorf þeim tengdum hafi tekið einhverjum breytingum
frá einum tíma til annars (sjá t.d. Ara Pál Kristinsson 2017, Kristján
Árnason 2005). Í þessari grein verður greint frá niðurstöðum úr nýlegri
rannsókn á viðhorfum íslenskra málhafa til ýmissa nýyrða sem orðið
hafa til í kjölfar framþróunar í tölvu- og snjalltækni undanfarin ár og
áratugi.
Þrátt fyrir að íslenska hafi til þessa haft sterka stöðu hér á landi hef-
ur hún í tímans rás orðið fyrir ýmiss konar áhrifum frá nágranna mál-
1 Við þökkum ónafngreindum ritrýnum fyrir gagnlegar athugasemdir sem og rit-
stjóra, Helgu Hilmisdóttur.
tunga_21.indb 101 19.6.2019 16:56:07